fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Oddvitarnir vísa kjaftasögunum um starfslok Guðmundar á bug

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar vangaveltur hafa blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Guðmundur Gunnarsson hætti störfum í dag, samkvæmt samkomulagi við meirihlutann.

Eru þær flestar á þá leið að um pólitískan leik sé að ræða, þar sem Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi augastað á bæjarstjórastólnum, en Daníel var ráðinn bæjarstjóri árið 2010 -2014 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Daníel var bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum, en Framsóknarflokkurinn setti hins vegar það skilyrði eftir myndun meirihluta, að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri og varð Guðmundur fyrir valinu. Í kjölfarið réð Daníel sig til fiskeldisfyrirtækis í Noregi, en sneri þaðan aftur fyrir nokkru.

Miðað við viðbrögðin á samfélagsmiðlum var Guðmundur almennt mjög vel liðinn í starfi, en Fréttablaðið greinir frá því að samstarfsörðugleikar hafi verið milli Daníels og Guðmundar, sem eigi sér lengri aðdraganda, þar sem Daníel hafi talið að Guðmundur væri ekki starfinu vaxinn og horfði sjálfur löngunaraugum á starfið. Síðan hafi soðið upp úr á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku, í heiftarlegu rifrildi þeirra, með þeim afleiðingum að Guðmundi var gert að hætta.

Engin ákvörðun tekin

Daníel Jakobsson vildi lítið tjá sig við Eyjuna um málavöxtu utan þess sem kom fram í yfirlýsingunni í morgun.

Aðspurður hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum að hann girntist sjálfur bæjarstjórastólinn sagði hann enga ákvörðun hafa verið tekna um framhaldið:

„Við þurfum að koma okkur í stellingar til að taka ákvörðun um þetta, bærinn er í góðum höndum hjá Þórdísi eins og er og starfsemin heldur áfram, en þetta kemur svo bara í ljós.“

Þá tók hann undir orð Guðmundar, sem sagði í fjölmiðlum í dag að málið hefði átt sér stuttan aðdraganda:

„Ef þú hefðir spurt mig fyrir einni viku síðan hvort þetta gæti verið niðurstaðan, þá er svarið nei.“

Í sama streng tók Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, aðspurður um framhaldið. Hann sagði það ekkert hafa verið rætt hver yrði næsti bæjarstjóri.

Hann vísaði síðan á Daníel ef blaðamaður hefði fleiri spurningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki