fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Ástráður gleymdist vegna mannlegra mistaka – Var einnig meðal umsækjenda

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. janúar 2020 12:09

Ástráður Haraldsson lögmaður. Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er einnig meðal umsækjenda um embætti við dómara í Landsrétt, en sú staða losnaði þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð Hæstaréttardómari í desember.

Nafn Ástráðs gleymdist hinsvegar í  tilkynningu dómsmálaráðuneytisins upphaflega, vegna mannlegra mistaka, líkt og Kjarninn greinir frá. Hefur nú verið bætt úr því.

Umsækjendurnir eru því fjórir, en ekki þrír:

  1. Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt
  2. Ástráður Haraldsson, héraðsdómari
  3. Ragnheiður Bragadóttir, dómari við Landsrétt
  4. Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari

Snuðaður af Sigríði

Ástráður er einn af fjórum sem misstu af dómarasæti við Landsrétt í Landsréttarmálinu, þegar Sigríður Á. Andersen þáverandi dómsmálaráðherra tilnefndi fjóra dómara sem ekki voru í hæfnismati dómnefndar um skipun 15 dómara við hinn nýja Landsrétt árið 2017. Komst Hæstiréttur loks að því að Sigríður hefði með þessu brotið stjórnsýslulög, og var það einnig niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem varð til þess að Sigríður sagði af sér embætti.

Ástráður stefndi ríkinu vegna þessa og fékk dæmdar miskabætur, en hann var síðar skipaður dómari við héraðsdóm Reykjavíkur.

Þrautarganga

Hugur Ástráðs virðist þó hjá Landsrétti, því hann sótti einnig um að vera skipaður í laust embætti dómara í Landsrétti í maí í fyrra, þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson settist í helgan stein.

Þá fór Ástráður fram á að vera settur í annað af tveimur lausum dómarastörfum sem laus eru, vegna leyfa þeirra dómara sem skipaðir voru ólöglega af Sigríði á sínum  tíma.

Virðist því um þónokkra þrautargöngu hjá Ástráði að ræða, að fá starf hjá Landsrétti, en þolinmæði þrautir vinnur allar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði