fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Umhverfisráðherra: „Ef ég væri einráður myndi ég ekki leyfa fleiri virkjanir á hálendinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 10:04

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er lausn þar sem allir eru að gefa eftir. Ef ég væri einráður myndi ég ekki leyfa fleiri virkjanir á hálendinu en ég er það ekki. Við erum að reyna að koma á þjóðgarði sem verður gríðarlega stórt skref í náttúruvernd til langrar framtíðar, stærsti þjóðgarður í Evrópu og okkar stærsta framlag til náttúruverndar hingað til,“

segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra við Morgunblaðið í dag.

Frumvarp hans um hálendisþjóðgarð hefur verið harðlega gagnrýnt úr ýmsum áttum.

Náttúruverndarfólk telur virkjanaáform í þjóðgarðinum ekki passa meðan stuðningsmenn virkjunar telja frumvarpið koma í veg fyrir virkjun hagkvæmustu  orkuöflunarkostananna:

„Við erum að reyna að gera reglur sem útiloka ekki að virkjanir geti verið á ákveðnum svæðum innan þjóðgarðsins og reyna að höggva á þann hnút sem er á þessum málum,“

segir Guðmundur.

Sveitarstjórnarmenn ósáttir

Þá hafa nokkur sveitarfélög sem eru við svæðið lagst gegn frumvarpinu þar sem þau telja að verið sé að skerða skipulagsvald þeirra. Guðmundur Ingi segir við Morgunblaðið að ríki þurfi samt sem áður alltaf að veita leyfi fyrir öllum framkvæmdum á þjóðlendum:

„Í raun verður engin breyting á því. Sveitarfélög munu áfram gefa út byggingaleyfi og framkvæmdaleyfi en jafnframt þarf leyfi ríkisins fyrir framkvæmdinni. Það er rétt að skipulagsáætlanir sveitarfélaga þurfa að taka mið af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins sem er bindandi. Á móti kemur að fulltrúar sveitarfélaganna eru í meirihluta í þeim umdæmisráðum sem vinna þessar áætlanir þótt aðrir komi einnig að verki. Verið er að ræða um þjóðlendur sem eru í eigu allra landsmanna. Við erum að reyna að ná utan um það svæði með því að ríki, sveitarfélög og sem flestir aðrir vinni að málum.“

Guðmundur Ingi segir að þjóðgarðurinn verði stjórntæki á straum ferðamanna, þar sem hægt sé að taka heildstæðar ákvarðanir um hvert sé hægt að beina fólki og hvert ekki. Það sé hlutverk þjóðgarðs að vera opinn öllum, þannig að það bitni sem minnst á náttúrinni.

Frumvarpið verður tekið fyrir nú á vorþinginu, en Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, benti í gær á að lausnin gæti falist í þjóðaratkvæðisgreiðslu um málið. Bæði Alþingi og forseti Íslands geta vísað málum til þjóðaratkvæðisgreiðslu, en ólíklegt verður að teljast að vilji sé til þess bæði hjá Alþingi og forsetanum, sem stendur frammi fyrir forsetakosningum í sumar sömuleiðis og ekki víst að sameiningartáknið vilji rugga bátnum í svo umdeildu máli og hætta á að fá helming þjóðarinnar upp á móti sér.

Hvergi slakað á

„Þetta er eitt af stóru málunum auðvitað hjá þessari ríkisstjórn og það verður hvergi slakað á í þessari vinnu,“

segir forsætisráðherra við Morgunblaðið um málið og taldi að málið yrði klárað sama hvað, þó það yrði ekki á þessu þingi, því þetta væri eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar:

„Þetta er stórt mál sem er í stjórnarsáttmála. Það tekur þann tíma sem það þarf og ég veit að ráðherrann er að vinna mjög ötullega að þessu samráðsferli sem og þverpólitíska nefndin, svo ég myndi nú telja, eftir að hafa fylgst með þessu máli í þróun að það hafi verið vandað mjög til undirbúningsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun