fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Eyjan

Segir hneyksli að peningar Ofanflóðasjóðs hafi ekki verið nýttir í ofanflóðavarnir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 12:32

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar og stjórnarmaður í Ofanflóðasjóði, segir það vera ófyrirgefanlegt og hneyksli að fjármunir sem hafa runnið í ofanflóðasjóð hafi ekki verið nýttir í ofanflóðavarnir. Rætt var við Halldór í Silfrinu á RÚV í dag þar sem snjóðflóðin fyrir vestan í vikunni voru meðal annars til umræðu.

„95 þegar þessi hræðilegu slys verða og við missu í rauninni 34 einstaklinga sofandi heima hjá sér, á Súðavík og Flateyi, og tvo til viðbótar í snjóflóðum annars staðar sama ár, þá var farið af stað með mjög metnaðarfulla áætlun og farið að innheimta húseigendur um sérstakt gjald í ofanflóðasjóð og það átti að klára það á 15 árum, 2010. Það er svo framlengt með reglugerð til 2020. Það sem við höfum verið að glíma við í Ofanflóðasjóði er að verkefnin bíða á færibandi og eru tilbúin, það er ekkert af því það eigi eftir að klára umhverfismat eða einhver skipulagsmál, þau eru bara tilbúin og sveitarstjórnarfólk um allt land hefur verið að kalla á okkur. Og hvað höfum við? Við höfum næstum 3 milljarða ár ári í tekjur en 2 af þeim eru teknir í eitthvað annað. Þeir eru settir í önnur verkefni ríkisins og það er af nógu að taka,“ sagði Halldór.

Halldór að snjóflóðavarnir séu slíkt forgangsatriði að hann skilji ekki hvers vegna peningarnir hafi verið settir í annað. Það sé ófyrirgefanlegt. Átta til 12 staðir á landinu bíði eftir vörnum og við getum aldrei fyrirgefið okkur ef snjóflóð falli á óvarða staði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég