fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Samið til tveggja ára fyrir rúma 32 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 18:30

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekist hafa samningar milli Sjúkratrygginga Íslands og rekstraraðila hjúkrunarheimila um allt land um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila. Samið var við hvern og einn rekstraraðila en samningarnir eru samhljóða og taka til 2.468 hjúkrunar- og dvalarrýma. Andvirði þeirra nemur um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi þessa árs. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest samningana sem gilda til árloka 2021.

Samhliða þessum samningum við rekstraraðila hafa Sjúkratryggingar Íslands, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga gert með sér samstarfssamningur um fagleg málefni. Í honum felst meðal annars að á samningstímanum verða raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila greind í samvinnu aðila og þannig undirbúin endurskoðun á rekstrargrundvelli þeirra.

Mikilvægir samningar

„Það er mjög mikilvægt að þessir samningar hafi náðst. Eins bind ég miklar vonir við að sú greiningarvinna sem ákveðið hefur verið að ráðast í skapi betri umgjörð um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila til framtíðar“

segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún bendir á að þetta sé í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem áhersla er lögð á stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma, en einnig fjallað um að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, samhliða áherslu á að efla aðra þjónustuþætti svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu. Þá sé rekstrarumhverfi og rekstrarstaða hjúkrunarheimila og þörfin fyrir endurskoðun og úrbætur einnig sérstakt umfjöllunarefni í nefndaráliti meiri hluta fjárlaganefndar við fjárlagagerð þessa árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði