fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Stefnubreyting Íhaldsins eftir löng frjálshyggjuár – björgun á gjaldþrota flugfélagi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 23:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgun flugfélagsins Flybe er hugsanlega til marks um breytta stefnu Íhaldsflokksins undir stjórn Boris Johnson – þá í átt frá frjálshyggju, því að láta „viðskiptalögmálin“ gilda, en í átt til aukinna ríkisafskipta og byggðastefnu. Þetta er þá talsvert annar Íhaldsflokkur en hefur verið frá tíma Margaret Thatcher – þótt áherslur frá tíma hennar hafi á sumum sviðum mildast þá fylgdi til dæmis David Cameron harðri aðhaldsstefnu í fjármálum.

Flybe er flugfélag sem var gjörsamlega á hausnum, með ósjálfbæran rekstur, var keypt í fyrra af fyrirtækjasamsteypu sem líka á Virgin Air fyrir smáaura. En er nú aftur við dauðans dyr. Flugrekendur á Bretlandi eru æfir yfir þesssum inngripum ríkisins, British Airways, Ryanair og Easy Jet kvarta og segja að skattgreiðendur eigi ekki að bjarga flugfélögum. Það hefur líka verið reglan hingað til – eiginlega alveg frá því Verkamannaflokkurinn var í stjórn fyrir tíma Thatcher og stóð í margvíslegum ríkisinngripum til að halda atvinnulífi gangandi. Það er kannski tímanna tákn að verkalýðsfélög fagna þessari gjörð ríkisstjórnar Johnsons.

Flybe hefur flogið á leiðum sem teljast varla ábatasamar, þannig flýgur félagið mikið frá Southampton og Belfast. Þegar Thomas Cook fór á hausinn í fyrra voru önnur félög ekki lengi að næla sér í pláss Thomas Cook á Gatwick, en líklega myndu pláss Flybe standa auð í þessum borgum.

Breska stjórnin gefur Flybe eftir skatta sem eru innheimtir af farþegum og það mun bæta fjárhagsstöðu félagsins – að minnsta kosti tímabundið. Við munum reyndar greiðslufrestinn sem WOW fékk af flugvallargjöldunum hér heima á Íslandi. Við getum velt því fyrir okkur nú hvort eitthvað vit hefði verið fyrir íslenska ríkið að bjarga WOW?

Johnson hefur sagt að Brexit muni gefa stjórn hans meiri færi á því að beita ríkisaðstoð í meiri mæli. Þarna gætu verið teikn á lofti um stefnubreytingu. Og þá erum við að tala um Íhaldsflokk sem á sinn hátt færist til vinstri, burt frá hugmyndafræði Thatcher en á sama tíma í átt til meiri þjóðernisstefnu. Hið alþjóðasinnaða blað The Economist segir að þetta veki upp vondar minningar frá árunum milli 1970 og 1980.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt