fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
Eyjan

Ástandið á Bráðadeildinni er hneyksli

Egill Helgason
Mánudaginn 6. janúar 2020 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkona mín lenti í því að veikjast í nótt, fór á Bráðadeildina og beið þar sárþjáð í langan tíma. Allir kunna svona skelfingarsögur af Bráðadeildinni – hafa upplifað þetta sjálfir eða hafa heyrt um reynslu ættingja eða vina. Þarna hefur verið ófremdarástand ár eftir ár. Biðtíminn getur verið óhugnanlega langur. Umræðan um þetta gýs upp aftur og aftur, en ekkert virðist breytast. Það eru ekki gerðar neinar úrbætur – nú les maður að yfirlæknir segir að Bráðadeildin bjóði beinlínis hættu heim. Hún ráði ekki við verkefni sín, starfsfólkið kvíði vetrarmánuðunum, ef verði til dæmis stórt slys gæti myndast algjört ófremdarástand. Það myndi þá bætast ofan í flensur vetrarins.

Hvers vegna þetta úrræðaleysi? Hví er ekki hægt að laga þetta? Allir hljóta að skilja að þetta er algjörlega til skammar – og stórhættulegt. Líf og heilsa sjúklinga eru í veði.

Þetta getur ekki verið svo flókið. Jú, það þarf meira fjármagn. Fleiri starfsmenn – meira pláss. Ef ekki er hægt að stækka Bráðadeildina við Borgarspítalann þarf að opna aðra slíka deild, sem tæki þá kannski á öðruvísi vandamálum.

Ef yfirvöld heilbrigðismála fara ekki að bæta úr þessu, og það strax núna í vetur, þá getur maður ekki dregið aðra ályktun en að þarna ríki meiriháttar sinnuleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Af óttanum skulið þið þekkja þá

Sigmundur Ernir skrifar: Af óttanum skulið þið þekkja þá
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín kallar fulltrúa Bandaríkjanna á teppið vegna ummæla Long

Þorgerður Katrín kallar fulltrúa Bandaríkjanna á teppið vegna ummæla Long
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Skil ekki að Miðflokkurinn taki undir með þeim sem vilja brjóta niður vörn heimila, neytenda og minni fyrirtækja

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Skil ekki að Miðflokkurinn taki undir með þeim sem vilja brjóta niður vörn heimila, neytenda og minni fyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnarandstaðan skrópar á nefndarfundum – Miðflokkurinn fremstur meðal jafningja

Orðið á götunni: Stjórnarandstaðan skrópar á nefndarfundum – Miðflokkurinn fremstur meðal jafningja