fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Morgunblaðið gagnrýnir Sorpu harðlega – „Ruslflokkur fær nýja merkingu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ruslflokkur fær nýja merkingu,“ segir í fyrirsögn að dálkinum Staksteinar í Morgunblaðinu í dag en þar er farið yfir ástandið hjá Sorpu. Framúrkeyrsla fyrirtækisins um upp á hátt í tvo milljarða og meint andvaraleysi borgarmeirihlutans gagnvart henni er þar til umræðu. Sorpa er í meirihlutaeigu borgarinnar:

„Það er ef til vill lýsandi fyrir andvaraleysi flokkanna sem stýra Reykjavíkurborg um þessar mundir að þegar stjórn Sorpu ræddi í liðinni viku vanda vegna allt að 1.641 milljónar króna framúrkeyrslu við framkvæmdir félagsins var eini stjórnarmaður borgarinnar aðeins í símasambandi við aðra fundarmenn. Reykjavíkurborg á 62% í Sorpu og ber því eðli máls samkvæmt meginábyrgð á því að rekstur fyrirtækisins og fjárhagur sé í viðunandi horfi, enda lenda mistök með mestum þunga á borginni.“

Staksteinar telja merkilegt að borgin skuli ekki grípa inn í málið af festu heldur reyna að vísa ábyrgðinni frá sér:

„Risavaxin framúrkeyrsla er auðvitað orðin vel þekkt fyrirbæri hjá Reykjavíkurborg en það er aukið áhyggjuefni ef borgaryfirvöld eru orðin svo sljó gagnvart slíkum atburðum að þau grípa ekki einu sinni inn í af festu eftir á. Á bókun meirihlutans í borgarráði er ekki að sjá að þessi yfirgengilega framúrkeyrsla sé litin þeim alvarlegu augum sem eðlilegt væri. Þar er því „haldið til haga að málið er á borði stjórnar Sorpu enda hefur hún tekið málið föstum tökum.““

Staksteinar segja að borgin geti ekki vísað ábyrgðinni annað og segir eðlilegt að innri endurskoðun geri úttekt á Sorpu áður en borgin gengst í ábyrgð fyrir nýjum skuldum Sorpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki