fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Eyjan

Google og Facebook eru með kverkatak á fjölmiðlum – er þá ráðið að taka RÚV af auglýsingamarkaði?

Egill Helgason
Mánudaginn 9. september 2019 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðhorf okkar til auglýsinga er skrítið. Við viljum helst ekki sjá nema lítið af auglýsingum en auglýsingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að reka fjölmiðla sem við öll notum. Og fjölmiðlar eru nauðsynlegir, ekki bara fyrir lýðræðið heldur alla upplýsingamiðun í samfélaginu. Líkt og kemur fram í grein Matts Stoller, sem birtist á vef Guardian, hafa auglýsingar haldið fjölmiðlum uppi síðan snemma á 19. öld.

Nú er staðan sú að tvö bandarísk risafyrirtæki raka til sín auglýsingafé alls staðar úr heiminum. Þetta hefur veikt fjölmiðla gríðarlega mikið. Sagt er að síðan 2007 hafi helmingurinn af störfum á fréttastofum í Bandaríkjunum tapast.

Facebook og Google hafa stillt sér upp á milli fjölmiðlanna og notenda þeirra og fleyta rjómann. Tekjur Facebook verða á þessu ári 60 milljarðar dollara en Google 110 milljarðar dollara. Mikið af þessu fé fór áður í útgáfu fjölmiðla, en rennur nú til milliliða, netveitna, sem fá innihald sitt frá fjölmiðlum án þess að borga fyrir það. Og greiða víðast hvar litla sem enga skatta.

Stoller fagnar því að loks sé komin upp hreyfing í þá átt að takmarka völd netrisanna. Það séu góðar fréttir fyrir lýðræðið og frjálsa fjölmiðlun. Ég held þó að sé ekki sérstök ástæða til bjartsýni.

Hér á Íslandi gætum við staðið frammi fyrir því að auglýsingar færist nær alfarið yfir á samskiptamiðla. Það má vera að ríkisstjórnir víða um heim reyni að minnka völd netrisanna, en allt bendir þó til þess að hlutur þeirra á auglýsingamarkaði haldi áfram að aukast.

Hvort það er lausn í þessu sambandi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði? Um það má deila. Ef litið er á hið stærra samhengi má sjá að Google og Facebook eru með kverkatak á fjölmiðlum út um allan heim – og Ísland fer ekki varhluta af því.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Reykjavíkurborg fær kolefnisjöfnunarstyrk frá Evrópusambandinu

Reykjavíkurborg fær kolefnisjöfnunarstyrk frá Evrópusambandinu
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

25% Pólverja á Íslandi kusu öfgahægriflokk sem á rætur í nýnasisma

25% Pólverja á Íslandi kusu öfgahægriflokk sem á rætur í nýnasisma
Eyjan
Í gær

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl
Eyjan
Í gær

ASÍ og BSRB stofna rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum

ASÍ og BSRB stofna rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum
Eyjan
Í gær

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun
Eyjan
Í gær

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framígrip og rangfærslur í Silfrinu – „Þú verður að segja satt Þorsteinn“ – „Þetta er greinilega eitthvað sárt hjá mönnum“

Framígrip og rangfærslur í Silfrinu – „Þú verður að segja satt Þorsteinn“ – „Þetta er greinilega eitthvað sárt hjá mönnum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg leyfir eldri borgurum ekki að fara heim með matarafganga: „Þetta þykir eldri borgurum sárt“

Reykjavíkurborg leyfir eldri borgurum ekki að fara heim með matarafganga: „Þetta þykir eldri borgurum sárt“