fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Eyjan

Google og Facebook eru með kverkatak á fjölmiðlum – er þá ráðið að taka RÚV af auglýsingamarkaði?

Egill Helgason
Mánudaginn 9. september 2019 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðhorf okkar til auglýsinga er skrítið. Við viljum helst ekki sjá nema lítið af auglýsingum en auglýsingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að reka fjölmiðla sem við öll notum. Og fjölmiðlar eru nauðsynlegir, ekki bara fyrir lýðræðið heldur alla upplýsingamiðun í samfélaginu. Líkt og kemur fram í grein Matts Stoller, sem birtist á vef Guardian, hafa auglýsingar haldið fjölmiðlum uppi síðan snemma á 19. öld.

Nú er staðan sú að tvö bandarísk risafyrirtæki raka til sín auglýsingafé alls staðar úr heiminum. Þetta hefur veikt fjölmiðla gríðarlega mikið. Sagt er að síðan 2007 hafi helmingurinn af störfum á fréttastofum í Bandaríkjunum tapast.

Facebook og Google hafa stillt sér upp á milli fjölmiðlanna og notenda þeirra og fleyta rjómann. Tekjur Facebook verða á þessu ári 60 milljarðar dollara en Google 110 milljarðar dollara. Mikið af þessu fé fór áður í útgáfu fjölmiðla, en rennur nú til milliliða, netveitna, sem fá innihald sitt frá fjölmiðlum án þess að borga fyrir það. Og greiða víðast hvar litla sem enga skatta.

Stoller fagnar því að loks sé komin upp hreyfing í þá átt að takmarka völd netrisanna. Það séu góðar fréttir fyrir lýðræðið og frjálsa fjölmiðlun. Ég held þó að sé ekki sérstök ástæða til bjartsýni.

Hér á Íslandi gætum við staðið frammi fyrir því að auglýsingar færist nær alfarið yfir á samskiptamiðla. Það má vera að ríkisstjórnir víða um heim reyni að minnka völd netrisanna, en allt bendir þó til þess að hlutur þeirra á auglýsingamarkaði haldi áfram að aukast.

Hvort það er lausn í þessu sambandi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði? Um það má deila. Ef litið er á hið stærra samhengi má sjá að Google og Facebook eru með kverkatak á fjölmiðlum út um allan heim – og Ísland fer ekki varhluta af því.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar
Eyjan
Í gær

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV