Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Eyjan

Sólveig hjólar í Áslaugu og frjálslynda: „Sem langverandi og langvarandi kona skil ég bara ekkert í þessu

Eyjan
Laugardaginn 7. september 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, virðist enginn aðdáandi nýskipaðs dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ef marka má færslu hennar á Facebook.

„Af hverju eru íslenskir liberalar glaðir yfir því að Áslaug Arna sé orðin dómsmálaráðherra? Toppar ídentitý pólitíkín núna alltaf allt? Get ég beðið um að fá eitthvað pólitískt manifestó frá íslenskum liberölum þar sem þeir útskýra sýn sína á samfélagið og skoðanir, framsett á einhvern skiljanlegan máta?“

Sólveig Anna minnist þess að Áslaug hafi verið einn þeirra þingmanna sem greiddu atkvæðu gegn frumvarpi um réttarbætur fyrir  barnsunga umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi.

„Hún ásamt hinum sem börðust gegn því að börn fengju tækifæri á að hætta að vera á flótta, faldi sig á bak við að frumvarpið gæti aukið hættuna á mansali en á sama tíma hafði hún og hitt fólkið í Sjálfstæðisflokknum ekki áhuga á því að setja eina einustu krónu í að berjast gegn mansali..Áslaug Arna og félagar földu semsagt grimmd sína gagnvart sakleysingjum á bak við uppgerðar-áhyggjur af glæpum gegn sakleysingjum.“

Virðist Sólveig Anna svo ýja að því í lok færslu sinnar að allt það hól og lof sem Áslaug Arna hafi hlotið undanfarna daga megi rekja til þess eins að Áslaug er kona.

„Frekar magnað auðvitað en kemur svosem ekki á óvart. Það sem kemur aftur á móti smá á óvart er einlæg ánægja libbanna yfir því að manneskja sem bæði aðhyllist innilega nýfrjálshyggju og er einnig afturhald þegar kemur að högum flóttafólks gerist dómsmálaráðherra, bara afþví að hún er kona. Sem langverandi og langvarandi kona skil ég bara ekkert í þessu og þessvegna vil ég manifestó. Þegar pólitík er orðin með öllu óskiljanlegur leikur furðufugla þá hljótum við alþýðan að krejast í það minnsta oggulítils texta með smá útskýringum, ekki satt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg leggur niður skólahald í Korpuskóla – „Skólahald breytist í norðanverðum Grafarvogi“

Reykjavíkurborg leggur niður skólahald í Korpuskóla – „Skólahald breytist í norðanverðum Grafarvogi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær lækkar fasteignagjöld -„Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk“

Kópavogsbær lækkar fasteignagjöld -„Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð svarað: „Góð áminning um þau sérhagsmunaöfl sem standa að útgerð Morgunblaðsins“

Davíð svarað: „Góð áminning um þau sérhagsmunaöfl sem standa að útgerð Morgunblaðsins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð í stuði: „Risastórt andaglas“- „Vitleysingaspítali“ – „Rugl“ – „Stórskrípaleikur“

Davíð í stuði: „Risastórt andaglas“- „Vitleysingaspítali“ – „Rugl“ – „Stórskrípaleikur“