fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn segir engan vita hvaða eignir ríkið fékk samkvæmt samkomulagi við kirkjuna: „Gersamlega sturlaður samningur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 13:15

Björn Leví Gunnarsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er með fyrirspurn til fjármálaráðherra frá því í nóvember í fyrra, sem er ekki enn búið að svara og verður líklega ekki svarað á þessu þingi,“ þetta segir þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson í pistli á Facebook þar sem hann fettir fingur út í svonefnt kirkjugarðasamkomulag.

Í frumvarpi til fjárlaga 2020 segir : „Má nefna málefni sem snúa að réttindum einstaklinga, trúmálum og stjórnsýslu dómsmála. Þar er gert ráð fyrir 783,5 m.kr. hækkun á framlagi til að uppfylla svonefnt kirkjujarðasamkomulag við þjóðkirkjuna í samræmi við niðurstöðu reiknilíkans sem notað er til að reikna út framlög samkvæmt samningi ríkisins og kirkjunnar.“

Björn segir orðanotkun frumvarpsins áhugaverða, en þar er talað um „svonefnt“ kirkjugarðasamkomulag við þjóðkirkjuna. „Ég skil þann fyrirvara mjög vel því þetta er gersamlega sturlaður samningur.“

Björn lagði fram fyrirspurn á þingi til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í nóvember á síðasta ári um hvaða fasteignir ríkið fékk við gerð svonefnt kirkjugarðasamkomulags. „Sem er ekki enn búið að svara og verður líklega ekki svarað á þessu þingi.“

Almennri fyrirspurn Bjarnar um sama efni var svarað á þá leið að enginn vissi svarið.  „Ég tók það svar ekki gilt, í fyrsta lagi af því að það er gersamlega óásættanlegt svar og í öðru lagi af því að þegar samkomulagið var gert þá var til nokkuð sem heitir eignaskrá ríkisins. Á sama tíma heldur kirkjujarðanefnd utan um fasteignir kirkjunnar. Í skjali sem kirkjujarðanefnd gaf út áður en kirkjujarðasamkomulagið var gert koma fram allar fasteignir kirkjunnar og fasteignamat á þeim. Núvirt er það fasteignamat jafnvirði 3 milljarða króna. Á sama tíma hefur ríkið borgað kirkjunni meira en 42 milljarða vegna kirkjujarðasamkomulagsins, fyrir kirkjujarðir sem þeir segjast ekki vita hverjar eru.“

Telur Björn það eiga að vera auðvelt verk að bera saman eignaskrá ríkisins frá þeim tíma sem samkomulagið var gert og eignaskrá eftir samkomulagið. Þá ættu að sjást breytingar eða í það minnsta deili á hvaða jörðum væri deilt. „Þá er hægt að skoða fasteignamatið og bera saman hversu sturlaður þessi samningur er. Það er eitthvað sem allir ættu að geta séð og mér er stór spurn hversu samræmanlegur þessi rányrkjusamningur er kristnum gildum þegar allt kemur til alls.“

„Ef allir segja sig til dæmis úr þjóðkirkjunni þá væri ríkið samt skuldbundið til þess að greiða laun rúmlega 80 presta, biskups og þess háttar. Þrátt fyrir að _enginn_ meðlimur væri í þessum söfnuði … sem er nb. ekki til (kíkið á fyrirtækjaskrá)

Þá komum við að fjárlagafrumvarpinu sjálfu. Nú á að bæta upp þetta samkomulag. Án þess að ríkið hafi hugmynd um hvað það fær fyrir alla milljarðana sem fer í þetta því samningurinn er ekki bara um þessar upphæðir heldur skuldbindingu um aldur og ævi … þangað til þingið segir nei, hingað og ekki lengra. Svona samningur gengur ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki