Laugardagur 07.desember 2019
Eyjan

Lögþvinguðum sameiningum sveitarfélaga mótmælt á landsþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. september 2019 18:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í dag að mæla með því við Alþingi, fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023.

Aðeins eitt málefni var á dagskrá þingsins að þessu sinni, umrædd þingsályktunartillaga, en í henni er gert ráð fyrir því að sveitarfélögum muni fækka verulega fyrir árið 2022 og enn frekar fyrir árið 2028.

Umfangsmesta og umdeildasta ákvæðið þar fjallar um að skylda sveitarfélög sem eru undir 1000 íbúum, til að sameinast, en lagt er til að lágmarksfjöldi sveitarfélags miðist við 1000 manns. Því hafa sveitarfélög sem eru undir 1000 manns, og standa ágætlega fjárhagslega, mótmælt.

Vilja ekki lögþvingaðar sameiningar

Bæjarstjóri Bolungarvíkur, Jón Páll Hreinsson, nefnir á Facebook að bæjarráð Bolungarvíkur hafi lagst gegn tillögunni, en íbúar Bolungarvíkur telja um 950 manns.

„Bæjarráð Bolungarvíkur mótmælir harðlega öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi og hvetur ráðamenn til þess að virða hagsmuni íbúa
og sjálfsákvörðunarrétt í eigin málefnum. Sameining sveitarfélaga getur verið ákjósanleg og skynsamleg en slíkt verður að gerast á forsendum þeirra sem um ræðir.“

Mörg minni sveitarfélög landsins létu bóka sömu bókun.

Ekkert að óttast

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði í lok ræðu sinnar á landsþinginu að ákvæði um íbúamark fæli ekki í sér sameiningu byggðarlaga, en að þeim þurfi að hlúa áfram með ráðum og dáð. Hins vegar yrði pólitíska forystan sameinuð, stjórnsýslan gerð öflugri og hagkvæmari til hagsbóta fyrir alla – þó aðallega íbúana:

„Og nú er spurningin hvað ætlið þið, kæru sveitarstjórnarmenn að gera. Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkar sveitarfélög og íbúa? Hvernig verður staðan hjá ykkur eftir 20 eða 30 ár? Verður enn til staðar frumskógur byggðasamlaga þar sem vald er framselt til þriðja aðila? Sveitarfélög sem reiða sig á fjármögnun úr miðlægum sjóðum? Eða náum við að einfalda skipulagið, efla sveitarstjórnarstigið, bæta þjónustuna við íbúana, nýta fjármagnið betur? Sjáum fyrir okkur sjálfbær og öflug sveitarfélög? Tillaga að stefnu í málefnum sveitarfélaga er núna komin fram, hún hefur verið unnin í nánu samráði við ykkur og að miklu leyti einnig að ykkar frumkvæði. Boltinn er núna hjá ykkur. En ég segi: Framtíðin er björt – fyrir íslensk sveitarfélög – en saman getum við gert hana enn bjartari.“

Tillaga stjórnar til landsþingsins

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“
Eyjan
Í gær

Davíð hjólar í Ísgerði og sakar Krakkafréttir um lygar – „Það vantaði að hún bæðist afsökunar“

Davíð hjólar í Ísgerði og sakar Krakkafréttir um lygar – „Það vantaði að hún bæðist afsökunar“