fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Eyjan

Vigdís telur að Sorpa sé hugsanlega að verða ógjaldfær – „Þetta er risamál“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. september 2019 13:15

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er risamál, sérstaklega þetta með ársreikninginn fyrir 2018,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í stuttu spjalli við DV, en hún lagði í morgun fram harðrorða bókun vegna málefna Sorpu. Bendir Vigdís á að rúman 1,6 milljarð króna vanti inn í rekstur Sorpu. Telur hún alvarlegt að þessar upplýsingar séu ekki í ársreikningi félagsins fyrir árið 2018 og bendir á að skipt hafi verið um ytri endurskoðun Sorpu á milli endurskoðunarára.

Bókun Vigdísar í borgarráði um málið er eftirfarandi:

„Ekki komu fram skýr svör á fundinum hvernig standi á því að það vantar rúman 1,6 milljarð inn í rekstur Sorpu bs. Ekkert kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2018 að staðan væri með þessum hætti. Í honum undirritar ytri endurskoðandi reikninginn með þessum orðum: „Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu félagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018, í samræmi við lög um ársreikninga.“ Athygli vekur að skipt var um ytri endurskoðun Sorpu bs. á milli endurskoðunarára eins og hjá Reykjavíkurborg. Kynnt var á fundinum að til stæði að lengja í lánum hjá Íslandsbanka úr 5 árum í 15 en það lán stendur í einum milljarði. Óskað var eftir nýrri lántöku hjá lánasjóði sveitarfélaga upp á milljarð. Þá á að framlengja 500 milljóna framkvæmdalán um 2 ár. Ekki stendur steinn yfir steini í rekstri Sorpu. Það er óhjákvæmilegt að stjórendur fyrirtækisins hafi ekki vitað af þessari gríðarlegu framúrkeyrslu og er að grafalvarlegt mál að stjórn félagsins hafi ekki verið upplýst um málið fyrr en í júní á þessu ári. Hér á sér stað hylming sem kallar á viðamikla, utanaðkomandi rannsókn. Velta má fyrir sér að félagið sé að verða ógjaldfært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup