fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári: „Langt í frá að skattatillögur Bernie myndu éta upp auð Kristjáns“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. september 2019 17:30

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, hefði sjálfsagt  lítið á móti því að skattatillögur Bernie Sanders, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, yrðu teknar upp hér á landi, sem þýddi auðlegðarskatt upp á mest 8%:

„Auðlegðarskattur Bernie Sanders er þrepaskiptur skattur þar sem 1% skattur leggst á eign umfram 2 milljarða króna m.v. einstakling (tvöfalt hjá hjónum) og svo stigvaxandi með hækkandi eign allt þar til að 8% skattur leggst á eignir umfram 625 milljarða króna eign (það er álíka há upphæð um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands).“

Gunnar Smári tekur dæmi af Kristjáni Vilhelmssyni, eins aðaleiganda Samherja:

„Ef við tökum íslenskt dæmi þá er eigið fé Samherja um 111 milljarðar og Kristján V. Vilhelmsson á um 40% af Samherja; ef þessi eign yrði skattlögð samkvæmt tillögum Bernie myndi Kristján og eiginkona hans þurfa að borga rúmlega 900 m.kr. í auðlegðarskatt árlega,“

segir Gunnar en nefnir að Kristján myndi nú samt sem áður eiga fyrir salti á grautinn:

„Hagnaður Samherja var um 11.900 m.kr. í fyrra og hlutdeild Kristján var því um 4.750 m.kr. svo það er langt í frá að skattatillögur Bernie myndu éta upp auð Kristjáns, hann myndi aðeins vaxa eilítið hægar.“

Pláss fyrir auðlegðarskatt hér á landi

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði til á dögunum að skattar á auðmenn yrðu hækkaðir rækilega:

„Stjórnmálamenn eiga ekki að forðast að tala um skatta. Og við eigum ekki að forðast að segja að það þarf að hækka skatta á íslenska auðmenn (sem er mjög lítill og þröngur hópur Íslendinga sem á mikið af eignum og peningum).

Nefndi Ágúst alls níu ástæður fyrir því hvers vegna hækka mætti skatta á auðmenn. Hér koma nokkrar:

  • Auðmenn hafa vel efni á því að greiða meira til samfélagsins. 0,1% ríkustu Íslendinganna eru með 3 milljónir í tekjur á viku (á viku!). Um 1% ríkustu landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna (sem þú, kæri lesandi líklega tilheyrir). Ríkustu 5%-in á næstum jafnmikið og það sem restin af landsmönnum (95%-in) eiga. Ekki er langt síðan einn útgerðarmaður gekk út með 22 þúsund milljónir króna í vasanum vegna nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.
  • Fjármagnstekjuskattur er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Takið eftir að auðmenn á Íslandi hagnast fyrst og fremst á fjármagnstekjum. Til viðbótar stefnir þessi ríkisstjórn enn á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti með því leyfa þeim að draga verðbólguna frá skattstofni sínum.
  • Auðlegðarskattur var lagður af á Íslandi þrátt fyrir mikinn eignaójöfnuð hér á landi (ólíkt því sem margir halda).
  • Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hafa hækkað um 40% á tæpum 2 árum (Isavia og Íslandspóstur). Bankastjórar ríkisbankanna tveggja eru með tæpa milljón á viku (!) og hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans um 82%, laun forstjóra Landsvirkjunar um 63% og laun forstjóra Landsnets um 67% á tæpum 2 árum.

Sjá nánar: Ágúst Ólafur nefnir níu ástæður þess að hækka þurfi skatta á auðmenn- „Hafa vel efni á því“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki