fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

101 maðurinn ferðast um landið – bráðskemmtileg útsending Landans

Egill Helgason
Mánudaginn 23. september 2019 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er stundum sagður vera 101 maður í húð og hár og það er kannski rétt, ég er alinn hérna upp og hef búið hérna alla tíð. Bjó aðeins í útlöndum og svo mjög stuttan tíma í 105, það er Hlíðunum. Festi engar rætur þar.

En það er samt svo að í mínu starfi í sjónvarpi hef ég einna mesta ánægju af því að fara út á land og vinna efni. Undanfarin ár hef ég gert bókmenntatengd innslög út um allt land, ég hef farið á Vestfirði, Snæfellsnes, um Suðurlandið, til Eyja, í Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Í Suðursveitina, í Hallormsstað og Skriðuklaustur.

Ég er nýkominn úr ferð þar sem við fórum um Aðaldal, á Húsavík, Melrakkasléttu, Þórshöfn, Langanesströnd, Vopnafjörð, Jökuldalsheiði, Dettifoss og Mývatn.

Ég held reyndar að ég hafi náð að loka hringnum að þessu sinni og koma í alla bæi og þorp á Íslandi. Ég er heldur ekki hættur. Eftir áramót verða sýndir þættir sem ég hef unnið að nokkuð lengi og fjalla um Siglufjörð. Og það hafa verið uppi áform um þáttaröð sem fjallar um byggingasögu nokkurra merkra bæja út um landið.

En þetta er auðvitað heldur smátt miðað við þjóðlífsþáttinn Landann sem hefur verið ein skrautfjöður Ríkisútvarpsins undanfarin ár. Í dag horfir maður á sólarhrings langa útsendingu Landans á víð og dreif um landið. Þetta er ekki bara bráðsniðugt, heldur er útkoman fersk og skemmtileg!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps