fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ferð um Norðausturland: Drottning fjallanna, gröf Fjallaskáldsins, flugnager og flottasta altaristaflan

Egill Helgason
Föstudaginn 20. september 2019 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið á ferðalagi á Norðausturlandi. Kom í Öxarfjörð, út á Melrakkasléttu, á Raufarhöfn og Þórshöfn, síðan Vopnafjörð og þaðan á hálendið Norðaustanlands, Jökuldalsheiði, Dettifoss, Mývatn.

Við vorum að taka upp sjónvarpsefni. Það sætir kannski undrum en alla dagana hefur viðrað ágætlega til þess. Það hefur verið góð fjallasýn – við sáum vítt og breitt yfir Melrakkasléttuna

Við Rauðanúp nyrst á Sléttu ólst rithöfundurinn Guðmundur Magnússon upp í fátækt – hann tók sér síðar nafnið Jón Trausti. Einn drangurinn á myndinni er reyndar stundum kallaður Jón Trausti.

Í kirkjugarðinum á Hofi í Vopnafirði er Kristján Fjallaskáld grafinn. Þótt hann hafi verið aðeins 27 ára þegar hann dó kemur hann mjög víða við sögu á Norðausturlandi. Hann fæddist í Kelduhverfi, dó á Vopnafirði, er kenndur við Hólsfjöll þar sem hann var í vinnumennsku, orti frægt kvæði um Dettifoss.

Þegar komið var upp í fjöllin blasti Herðubreið við. Ég hitti Spánverja sem sagðist hafa farið sjö sinnum um Möðrudal en aldrei séð þessa drottningu íslenskra fjalla.

Á Mývatni var svo mývargurinn í ferlegum ham. Kominn haustfílingur í hann og hann er fram úr hófi ágengur. Ég fékk flugu í augað og gleypti tvær. Ég held ég sé ennþá með flugur einhvers staðar innanklæða.

Mig langar samt mest að birta þessa mynd. Þetta er altaristaflan í kirkjunni á Möðrudal. Hana byggði Jón Stefánsson bóndi með eigin höndum, málaði altaristöfluna og spilaði á orgelið. Menn gerðu löngum grín að myndinni – sagt var að hún sýndi Jesú renna sér. En ég ætla að staðhæfa að þetta sé flottasta altaristafla í kirkju á Íslandi, algjörlega einstök i sinni röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið