fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Eyjan

Ekki benda á mig, segir Bjarni – Sakar Helgu Völu um „ódýra pólitík“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tókust á í fyrirspurnartíma Alþingis í dag um hver bæri ábyrgð á því mikla álagi sem nú hvílir á bráðamóttöku Landspítalans, hvers starfsmenn hafa kvartað opinberlega yfir.

Helga Vala vildi meina að Bjarni bæri ábyrgð þar sem hann „héldi um veskið“  og spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði sér að gera í málinu.

Pólitískur leikur

Bjarni taldi þetta ódýrt skot hjá Helgu Völu og furðaði sig á að fjármálaráðuneytið væri gert ábyrgt fyrir stöðunni á rekstri opinberra stofnana, þar sem stjórnendur þeirra væru í samskiptum við sitt fagráðuneyti og í þessu tilfelli væri það ekki fjármálaráðuneytið:

„Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt, en menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki í þingsal og vísi ábyrgð í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta,“

sagði Bjarni, en bar því við að auðvitað hlustuðu stjórnvöld á það sem heilbrigðisstarfsfólk hefði að segja um stöðuna.

Ábyrgðin er stjórnenda

Helga sagði peningavaldið hjá Bjarna og stjórnvöldum og því bæri hans ráðuneyti ábyrgð, ekki þýddi að svara þannig að ábyrgðin væri ekki þeirra.

Bjarni hinsvegar kallaði eftir ábyrgð stjórnenda Landspítalans:

„Það er Alþingi sem er með fjárstjórnarvaldið og hefur ákveðið hvaða fjárveitingar verða veittar til Landspítalans. Að koma hér upp og vísa bara í fjármálaráðuneytið þegar er rekstrarvandi í einstaka stofnunum er ódýr pólitík. Þetta er misheppnuð pólitík og á skjön við allt sem við höfum komið okkur saman um í lögum um hvernig fjárstjórnarvaldið er. Það er hér á Alþingi. Ábyrgð stjórnenda er mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Formenn stjórnmálaflokkanna funda um tímasetningu næstu þingkosninga

Formenn stjórnmálaflokkanna funda um tímasetningu næstu þingkosninga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dökkar efnahagshorfur en fyrirhyggja síðustu ára kemur sér vel

Dökkar efnahagshorfur en fyrirhyggja síðustu ára kemur sér vel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð