fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Vonast eftir beinu flugi Icelandair til Nýju Delí

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 20:00

Vijay Kumar Bhatia, forseti Bird Group

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vijay Bhatia, forseti Bird Group og umboðsmaður Icelandair í Nýju Delí, segist vongóður um að Icelandair muni hefja beint flug til Nýju Delí innan eins til tveggja ára. Hann segir mikinn áhuga á Íslandi á Indlandi, en skortur á beinu flugi hafi staðið í vegi fyrir að ferðamenn þaðan hafi komið hingað í miklum mæli. Sjálfur fór hann Gullna hringinn í fyrradag, ásamt fleiri samlöndum sínum, sem voru þátttakendur á viðskiptaþingi Íslands og Indlands, og bendir á að á stæðinu við Gullfoss hafi verið þrjár aðrar rútur á sama tíma, fullar af áhugasömum indverskum ferðamönnum.

Bhatia bendir hins vegar á að Icelandair eigi um þessar mundir í ákveðnum vandræðum vegna kyrrsetningar Boeing Max vélanna og það geti sett strik í reikninginn. Íslensk ferðamálayfirvöld hafi hins vegar sinnt markaðsstarfi á Indlandi mjög vel á undanförnum árum og það hafi skilað sér í auknum áhuga. Vandamálið hafi fyrst og fremst verið skortur á beinu flugi.

Það er skemmst að minnast þess að WOW air hóf beint flug til Nýju Delí fyrir tæpu ári. Það var hins vegar rétt byrjað þegar félagið fór í þrot, þannig að eiginleg reynsla á þessari flugleið er ekki fyrir hendi.

Bird Group hefur verið umboðsaðili Icelandair í um 10 ár, auk þess sem félagið sinnir mörgum öðrum flugfélögum sem fljúga til Indlands. Þá rekur félagið hótel og fleira sem tengist ferðaþjónustu í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“