fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Eyjan

Vandræði Boeing afhjúpa brotalamir kapítalismans

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. september 2019 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boeing er lýsandi dæmi fyrir það öngstræti sem kapítalisminn er kominn í, þar sem sífellt meiri samþjöppun og áhersla á skammtímagróða eru helstu markmiðin. Þetta má lesa í grein í Guardian sem skrifuð er af Matt Stoller.

Boeing var áður fyrr fyrirtæki verkfræðinga. Sérsvið þeirra var að búa til góðar flugvélar – og það gerðu þeir með sóma og sann. En nú er Boeing fyrirtæki með einokunarstöðu og notar vald sitt til að hafa áhrif á eftirlit og regluverk – það sinnir stjórnmálum ekki síður en flugvélasmíð. Í stjórn Boeing situr fólk sem er nærri valdinu eins og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, Edmund P. Giambastiani Jr, fyrrverandi yfirhershöfðingi Nató og fleiri sem hafa tengsl inn í dómskerfið, stjórnmálin og fjármálakerfið.

Árið 1990 sameinuðust Boeing og McDonell Douglas – útkoman var sú aðeins eitt fyrirtæki varð allsráðandi í framleiðslu farþegaflugvéla í Bandaríkjunum. Áður var samkeppni – verkfræðingar Boeing smíðuðu dásamlegar flugvélar.

Viðhorfin breyttust. Þrýstingur á yfirvöld varð æ stærri hluti af starfsemi yfirstjórnar fyrirtækisins. Þetta var líka tími þegar var losað um regluverk á fjármálamörkuðum – það var æ meira einblínt á að skila skjótum gróða til hluthafa. Stoller segir í greininni að eltingaleikurinn við skyndigróðann og skortur á samkeppni hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi orðið löt, værukær og gráðug. Peningarnir hafa flætt inn, fjárfestar græða sem aldrei fyrr og forstjórakaupið er brjálæðislegt, en vörurnar eru orðnar lélegri – þær virka ekki. Í tilviki Boeing var það getunni til að búa til öruggar flugvélar sem var fórnað. Saga 737 Max vélanna er dæmi um ótrúlegt klastur sem hefur haft áhrif út um allan heim.

En það er þversögn að þrátt fyrir hörmungasögu 737 Max eru hlutabréfaverð í Boeing ennþá tvöfalt hærra en árið 2015 þegar allt virtist leika í lyndi. Stoller segir að þetta sýni hversu brotinn kapítalisminn sé. Eina ráðið sé að skera upp herör gegn hringamyndun og einokun, auka samkeppni, skattleggja hina ofurríku til að koma í veg fyrir hina gríðarlegu samþjöppun auðs. Þá geti fyrirtæki aftur snúið sér að því að framleiða góða vöru.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“
Eyjan
Í gær

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru
Eyjan
Í gær

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga