fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Eyjan

Skemmtilegur hliðarveruleiki Tarantinos

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 04:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli megi ekki segja að Once Upon a Time in Hollywood sé glaðlegasta mynd Quentins Tarantinos? Þrátt fyrir það fjallar hún á sinn hátt um einhverja óskemmtilegustu atburði sjöunda áratugarins – þegar ungmenni, heilaþvegin af illmenninu Charles Manson, myrtu leikkonuna Sharon Tate og gesti í húsi hennar.

En Tarantino gerir þetta á sérlega snjallan og óvæntan hátt. Hann byggir upp söguna líkt og hún stefni að endalokum sem við flest þekkjum – en tekur svo alveg ófyrirséða stefnu. Hún er í senn bráðfyndin og felur í sér makleg málagjöld – sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. En samt gleðja þau mann; þetta er einhvers konar skáldlegt réttlæti.

Öll sviðsetning myndarinnar er svo framúrskarandi skemmtileg og fangar tíðarandann afar vel. Árið er 1969. Skiltin á Sunset Boulevard, kaggarnir, hipparnir með drauminn sem er aðeins að súrna, karlremban sem ennþá tröllreið þessum tíma, draslið í sjónvarpinu, tónlistin sem má segja að sé fremur hallærisleg en beinlínis góð, Leonardo di Caprio og Brad Pitt sem báðir skemmta sér greinilega vel í hlutverkum sínum.

Allt fer þetta býsna nálægt veruleikanum, þarna koma fyrir persónur sem voru til í alvörunni, en þegar líður á myndina komumst við að því að Tarantino hefur sett okkur inn í hliðarveruleika, leikið sér að okkur á frekar svona mildan og gamansaman hátt – og þótt í lokin örli á ofbeldinu sem hann er þekktur fyrir er maður eiginlega fagnandi yfir því hvernig hann notar það.

Það minnir á setningu úr The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde: „The good ended happily, and the bad unhappily. That is what Fiction means.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri