fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðismenn andvíga hertum reglum um jarðakaup auðkýfinga: „Opnuðu landið aftur upp á gátt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 11:47

Stefán Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor og sérfræðingur hjá Eflingu, fjallar um jarðakaup erlendra auðmanna á Eyjubloggi sínu í dag, í tilefni þess að meirihluti landsmanna vill herða reglur um jarðakaup útlendinga, samkvæmt könnun Fréttablaðsins.

Stefán telur að Sjálfstæðismenn vilji ekki herða reglurnar, heldur þynna málið út. Hann minnist á orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að slíkar takmarkanir njóti nú þverpólitískrar samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Spyr Stefán hvort um stefnubreytingu sé þá að ræða hjá Sjálfstæðisflokknum:

 „En vilja Sjálfstæðismenn það eitthvað frekar nú en áður? Þeir hafa alltaf verið andvígir því að takmarka frelsi auðmanna, hvort sem er til landakaupa eða til að braska með fjöregg þjóðarinnar…Spurningin er því hversu langt Katrín fær að fara með þessu áform sem hún talar um. Nær hún að fara jafn langt og Ögmundur gerði í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms? Ástæða er til að ætla að Sjálfstæðismenn muni vilja þynna málið út og gera að sýndarbreytingu sem engu máli skiptir.“ /

„Ögmundur Jónasson þrengdi að réttindum þeirra árið 2013 en Sjálfstæðismenn opnuðu landið aftur upp á gátt árið 2014 fyrir stórtæka erlenda sem innlenda auðmenn. Verður verk Ögmundar endurreist núna eða verður bara um sýndargjörning að ræða?“

Stefán vísar til þess þegar Ögmundur, þáverandi innanríkisráðherra, setti reglugerð sem takmarkaði heimildir útlendinga til landakaupa hér á landi, í tilefni þess að kínverski auðmaðurinn Huang Nubo vildi eignast Grímsstaði á Fjöllum:

„Skilyrðið var að viðkomandi landakaupandi gæti sýnt fram á búsetu eða áform um atvinnurekstur hér á landi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda á ný (2013) afnam eftirmaður Ögmundar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, reglugerð hans umsvifalaust. Sagði hana hafa verið á gráu svæði (sem var þó auðvitað út í hött – sjá hér). Síðan þá hafa hér átt sér stað viðamikil uppkaup erlendra auðmanna á landi, ekki síst tengt veiðihlunnindum (sjá hér). Margir hafa áhyggjur af þessari þróun (sjá hér). Breski auðmaðurinn Jim Ratcliffe hefur á stuttum tíma keypt um 1% af Íslandi! Sumt af slíkum eignum er skráð í draugafélögum í skattaskjólum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þessum stofnunum treysta landsmenn best

Þessum stofnunum treysta landsmenn best
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron