fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Hógvær tillaga – því hendið þið ekki börnunum á grillið?

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. júlí 2019 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A Modest Proposal er fræg ritgerð eftir írska höfundinn Jonathan Swift. Hún var samin 1729 og heitir fullu nafni: „A Modest Proposal, in full A Modest Proposal for Preventing the Children of Poor People from Being a Burthen to their Parents, or the Country, and for Making Them Beneficial to the Publick„.

Þetta er auðvitað háðsádeila. Fátæktin og eymdin á Írlandi var slík og kúgun Englendinga að Swift lagði einfaldlega til að barnafjöldin sem fæddist í landinu yrði nýtt til matar handa fyrirfólki á Englandi. Þannig gætu foreldrarnir aðeins lagað fjárhagsstöðu sína.

Ritgerðin varð fræg og umdeild og enn í dag er hugtakið „A Modest Proposal“ notað um vissa tegund af háði, háði sem virðist vera sett fram í fullri alvöru.

Mér flaug þetta í hug þegar ég las litla færslu frá einum gáfaðasta og hugkvæmasta vini mínum á Facebook, Viðari Víkingssyni.

Viðar skrifar um loftslagsbreytingar – þetta er einmitt dæmi um hógværa tillögu eins og hjá Swift.

„Í gegnum tíðina hef ég öðlast marga fésbókarvini sem ég kann lítil skil á. En sem oft birta af sér myndir. Margt af þessu fólki er á mínum aldri og á barnabörn. Á myndunum er það gjarnan statt í sumarbústað, með barnabörn í fanginu, og í næstu nálægð er verið að grilla. En sama fólkið sér maður svo gera lítið úr hnatthlýnun og láta eins og þeirra brjóstvit vegi meira en álit 99% prósent vísindamanna. – Mér er spurn: Þið ömmur og afar sem brátt verðið dauð, því hendið þið ekki barnabörnunum strax á grillið hjá sumarbústaðnum ykkar? Þannig gætuð þið gefið til kynna í raun hversu annt ykkur um litlu krílin, glókollana, rassgatarófurnar ykkar. Því grillið er það sem þeirra bíður ef ekkert er að gert, og það er ykkur að kenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli