fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Grikki sem vill kaupa Vigur dregur tilboð sitt til baka

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan greindi frá því í síðustu viku að ólíklegt væri að eyjan Vigur í Ísafjarðadjúpi yrði keypt af Grikkja nokkrum sem hafði lagt fram tilboð í eyna, sem hefur verið til sölu fyrir um 320 milljónir síðan í fyrra.

Sjá nánar: Kaup útlendings á Vigur í uppnámi ? – Kaupandinn ekki Jim Ratcliffe

Greint er frá því á vef bb.is í dag að hann hafi dregið tilboð sitt til baka, en Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg í Reykjavík, segir að viðkomandi sé þó ekki endilega hættur við kaupin, heldur hafi reglur um sóttkví fyrir hunda truflað hann.

Þrír aðilar eru áhugasamir um kaupin á Perlunni í Djúpinu, og kanna möguleika á fjármögnun, en Davíð segir að áhuginn hafi magnast eftir umfjöllun í fjölmiðlum. Hinsvegar hafi áhugi landsmanna á að selja jarðir sínar einnig aukist.

Haft er eftir Davíð að útlendingar setji einnig fyrir sig strangar reglur um þyrluflug, því það sé ferðamáti sem þeir kjósi gjarnan:

„Í friðlandinu norðan Djúps má þyrla ekki snerta jörð og Vigur er friðlýst á ákveðnum tíma árs. Þessir erlendu aðilar vilja geta notað þennan ferðamáta.“

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bíður enn eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar varðandi vilja sinn og áskorun um að ríkið kaupi Vigur, en sú afstaða var ítrekuð á fundi ráðsins í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi