fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. júlí 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Neytendasamtökin skora á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það eru lántakendur krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum og ekkert virðist fá stöðvað innheimtufyrirtækið sem hefur tekið að sér að innheimta þessi ólöglegu lán.“

Svo segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Sagt er að fyrirtækinu, Almenn innheimta ehf., sé fyrirmunað að senda lántakendum skýra sundurliðun á kröfum, sem sé sundurliðað í lánsupphæð, vaxtakostnað og innheimtukostnað, þrátt fyrir fjölda beiðna þess efnis:

„ Fyrirtækið gefur sér allt að þrjá mánuði til að veita þessar upplýsingar sem lánveitendur eiga þó skýlausan rétt á. Það vekur furðu að fyrirtækið hafi ekki tiltæka sundurliðun á kröfum sem það telur sér þó fært að innheimta. Þá telja Neytendasamtökin í hæsta máta óeðlilegt að innheimta vanskilakostnað á kröfur sem byggja á ólögmætum lánveitingum. Slíkt geti ekki verið löglegt. Neytendasamtökin hafa  undir höndum gögn sem sýna að heildarendurgreiðslur lántakenda eru mun hærri en lög leyfa, jafnvel þó miðað sé við hæstu löglegu vexti. Þrátt fyrir það heldur fyrirtækið áfram innheimtu sinni og hótunum um skráningu á vanskilaskrá Creditinfo. Neytendasamtökin ítreka þau tilmæli sín til lántakenda, sem greitt hafa hærri upphæð til baka en sem nemur lánsupphæð, að fara fram á skýra sundurliðun frá Almennri innheimtu ehf. Neytendasamtökin hafa komið þessu ítrekað á framfæri við Almenna innheimtu, en engin viðbrögð fengið. Samtökin telja að þar sem eigendum, stjórn og starfsmönnum Almennrar innheimtu megi vera ljóst að kröfutilbúningurinn standist ekki lög, séu jafnvel líkur á að bótaábyrgð hafi skapast, ekki síst í þeim tilfellum þar sem lántakendur hafa verið settir á vanskilaskrá að ósekju.“

Eftirlit með starfsemi Almennrar innheimtu ehf. á að vera í höndum Lögmannafélags Íslands. Neytendasamtakanna sendu erindi til úrskurðarnefndar lögmanna fyrir hóp vegna starfshátta Almennrar innheimtu ehf, en því var vísað frá á þeirri forsendu að samtökin séu ekki aðili máls. Það virðist því vera sem enginn hafi raunverulegt eftirlit með starfseminni og er það að mati Neytendasamtakanna ólíðandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?