fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Misjafnlega sveigjanlegt menntakerfi

Egill Helgason
Föstudaginn 19. júlí 2019 05:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grískur strákur, vinur Kára, sagði okkur í gær að hann hefði náð að komast inn í læknisfræði í háskólanum í Aþenu. Þetta eru fagnaðarfréttir. En honum hefur tekist þetta með mikilli vinnu, námi að sumarlagi og svo með því að fá háar einkunnir á prófum þar sem er mikil samkeppni.

Próf ráða því í hvaða fög nemendur geta skráð sig og þau ráða því líka í hvaða háskóla þau geta farið. Þetta á ekki einungis við um læknisfræðina. Annar vinur Kára stóð sig ekki eins vel, hann er að fara að læra tannlækningar í háskólanum í Cluj í Rúmeníu.

Bandarískir vinir okkar sem eiga unglinga eru sífellt að tala um háskólana sem þeir geti komist í. Þeir leita til sérstakra ráðgjafa um skólavist. Í Bandaríkjunum kostar háskólanámið helling – og það er keppni um að komast í bestu skólana. Það er nauðsynlegt að taka góð próf, en svo er reyndar líka sagt að í kerfinu sé spilling og sums staðar hægt að borga sig framhjá aðgangstakmörkunum. En við höfum setið með vinum okkar í boðum vestra þar sem er ekki talað um neitt annað kvöldin löng.

Háskólanámið hefst við 18-19 ára aldur. Eftir að hefur verið valið er ekki mikið svigrúm til að skipta og heldur ekki til að draga námið á langinn.

Þetta er nokkuð annað er hér á Íslandi. Í dag má lesa frétt á mbl.is þar sem segir frá miklu brottfalli námsmanna á Íslandi úr framhalds- og háskólanámi. Sagt er að ein höfuðskýringin sé sveigjanlegt námskerfi. Það er auðvelt að hætta, ætla svo að koma aftur, klára seinna – klára á löngum tíma.

Þetta er auðvitað ekki að öllu leyti neikvætt. Kerfin sem ég vitna í hér að ofan eru kannski of stíf. En lausatökin á Íslandi eru líklega full mikil.

Reyndar er annað sem er nefnt í greininni sem er mikið umhugsunarefni – það er hin alltof mikla áhersla sem við Íslendingar leggjum á bóknám í stað verknáms. Hlutfallið sem nefnt er í greininni er eiginlega alveg fáránlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi