fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Gúrkutíð – ekki trúlegt að Bjarni sé að hætta

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bretlandi er talað um „the silly season“ í fjölmiðlum. Þetta er tíminn þegar lítið er að frétta og blaðamenn þurfa að stunda alls konar tilbúning – seilast langt eftir fréttum til að fylla fjölmiðla sína.

Á Íslandi hefur þetta verið kallað „gúrkutíð“. Þetta mun vera komið frá Þýskalandi, með viðkomu í Danmörku, „Sauergurkenzeit“ heitir það á þýsku, en í sænsku er talað um fréttaþurrk, „nyhetstorka“.

Við höfum upplifað talsvert af þessu hér á Íslandi á þessu góðviðrissumri. Þar á meðal sýnist manni vera fréttir um að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætli að segja af sér í haust og láta Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur taka við af sér.

Fyrir þessu virðist ekki vera neinn flugufótur. Þetta eru bara vangaveltur, engra heimilda er getið – kannski er þessu dreift sem lið í innanflokksátökum? En svo eru menn farnir að tala eins og þetta sé alveg að fara að gerast – og nota þá tækifærið til að gera lítið úr Þórdísi Kolbrúnu, líkt og virðist vera lenska hjá vissum hópi Sjálfstæðismanna þessa dagana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili