fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Albertína hundsaði spurningu Gunnars Braga á Alþingi – „Rokkfokkingstig- takk fyrir að vera þú Albertína“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2019 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kaus að afsala rétt sínum til að svara andsvari Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóðs.

Gunnar Bragi hafði spurt Albertínu:

„Telur háttvirtur þingmaður ekki áhyggjuefni, að í tillögunum meirihlutans sé ekki gert ráð fyrir hvernig þessi fiskeldissjóður eigi að starfa ?“

Vildi ekki svara

Á meðan að ræðu Gunnars Braga stóð vék Albertína sér að Bryndísi Haraldsdóttur, 6. varaforseti þingsins og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem að lokinni ræðu Gunnars Braga sagði, eftir nokkra rekistefnu:

„Þingmaður hefur afsalað sér réttinum til að svara andsvari.“

Kynnti hún svo Ólaf Ísleifsson í pontu.

Albertína vildi ekki tjá sig um málið við Eyjuna, en Albertína er ein þeirra sem kom til tals á Klaustur barnum þar sem þingmenn Miðflokksins hæddust að hinum og þessum í þjóðfélaginu, svo mörgum þótti nóg um, þar á meðal siðanefnd Alþingis, sem taldi að ummælin féllu undir gildissvið siðareglna þingmanna. Forsætisnefnd á hinsvegar eftir að álykta um þá niðurstöðu.

Rokkstig frá Birni Leví

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, bendir á þetta á Facebooksíðu sinni og lofar Albertínu fyrir framtak sitt:

„Rokkfokkingstig til Albertínu sem svaraði ekki andsvari Gunnari Braga. Takk fyrir að vera þú Albertína.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli