fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Óttast að úrskurður Persónuverndar letji almenning við að fletta ofan af stjórnmálamönnum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata og talsmaður Báru Halldórsdóttur í Klausturmálinu, gagnrýnir úrskurð Persónuverndar í málinu, þar sem tímalengd upptökunnar sé gerð að úrslita atriði.

Fram kom í máli Ölmu Tryggvadóttur, sérfræðings í persónurétti, á Vísi.is, að lengdin á upptökunni hefði gengið of nærri friðhelgi einkalífs þingmannanna og að dómurinn væri fordæmisgefandi.

Halldór Auðar telur að dómurinn muni aftra fólki í að fletta ofan af athæfi stjórnmálamanna, þar sem það sé afar matskennt hvað sé of langur tími og hvað ekki:

„Lengdin er sumsé úrslitaatriði. Vandinn er hins vegar að það virðist nokkuð matskennt atriði. Hvenær getur fólk verið visst um að það sé réttu megin línunnar og hvenær ekki? Ég er persónulega hræddur um að á meðan þetta er ekki skýrt frekar þá muni fólk forðast það alfarið að nota svona aðferðir til að fletta ofan af athæfi stjórnmálamanna. Eða þá hreinlega sleppa því að koma fram.“

Rétt hjá Báru

Halldór Auðar telur hinsvegar að Bára hafði gert rétt í að stíga fram undir nafni:

„Ég tel hins vegar að þrátt fyrir allt hafi það ekki verið mistök hjá Báru að koma fram til að láta reyna á lagalegu hliðina og á það hversu langt Klaustursþingmenn eru tilbúnir að ganga í því að skjóta sendiboðann (svarið við því er annars – alla leið, nokkrum sinnum fram og til baka)“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“