fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Þór fagnar nýrri gráðu – „Nú er bara að fá sér jakka með vínarbrauði á öxlunum“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður, er nú kominn með nýja gráðu í hús, en hann lauk pungaprófinu í apríl. Þór er vanur sjómennskunni, en hann var í tíu til sjós áður en hann varð þingmaður árið 2009, en þá settist hann á þing eitt kjörtímabil fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna.

Þór, sem varð þjóðþekktur í búsáhaldabyltingunni, starfaði einnig sem hagfræðingur í New York, hjá Seðlabanka Íslands og Lánasýslu ríkisins, vann hjá Sameinuðu þjóðunum og kenndi í framhaldsskóla. Eftir að þingmennskunni lauk, stóð Þór á tímamótum, atvinnulaus, og sagði í viðtölum að það væri ekki auðvelt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu.

Hann gekk til liðs við Pírata árið 2016 og gaf kost á sér í prófkjöri, en fékk ekki brautargengi. Yfirgaf hann flokkinn síðan árið 2018 þar sem hann taldi gengið framhjá sér við skipun fulltrúa í bankaráð Seðlabanka Íslands.

En nú eru Þóri allir vegir færir á láði og fagnar hann á Facebook með orðunum: „Þá er Pungaprófið komið. Skipper Þór, það er nú eitthvað. Nú er bara að fá sér viðeigandi kaskeiti og jakka með vínarbrauði á öxlunum.“

Skipper Þór Prófskírteinið góða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli