fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Lokun Laugavegar mikið hitamál – Kolbrún segir Sigurborgu ljúga og meirihlutann svífast einskis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 13:45

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var haldinn opinn fundur Miðbæjarfélagsins, hvar mótmælt var fyrirhuguðum lokunum verslunargata við Laugaveg, Skólavörðustíg og Bankastræti líkt og Reykjavíkurborg hyggst gera. Alls skrifuðu um 240 verslunareigendur undir mótmælaskjal, þar sem þeir telja að slíkar lokanir muni leiða til samdráttar í verslun.

Einnig var kvartað undan borgaryfirvöldum og þau sögð virða rök verslunareigenda að vettugi:

„Þeir kannski heyra í manni en þeir eru ekki að hlusta. Þeir ráðfæra sig við þá sem eru sammála þeim og eru svolítið að drottna yfir okkur,“

sagði Bolli Ófeigsson, eigandi Gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg, við RÚV.

Sigurborg fór rangt með staðreyndir

Haft var eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipulags- og samgöngusviðs, að ákvörðun borgarstjórnar um lokanirnar hefði verið samhljóða, en að undirskriftarlistarnir frá fundinum í gær myndu lítil áhrif hafa:

„Þetta verður allt tekið með inn í vinnuna eins og aðrar athugasemdir en borgarstjórn hefur ákveðið að opna Laugaveg varanlega sem göngugötur. Það var samhljóða og við stöndum við það.“

Stenst ekki skoðun

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, bendir á að þetta sé ekki rétt:

„Í gær í fréttum á ruv sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður Skipulags- og samgönguráðs ósatt. Hún sagði að það hefði verið einróma samþykki borgarstjórnar að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið, ásamt þeim götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur. Það er ekki satt og má sjá staðfestingu á því í fundargerð frá 4. september 2018. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sátu hjá,“

segir Kolbrún og leggur til bókun sína.

Samkvæmt fundargerð frá 4. september 2018 kemur fram að Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu.

Kolbrún segir við Eyjuna að þetta sé dæmi um ósvífni meirihlutans:

„Meirihlutinn svífst einskis og sögðu rekstraraðilar hreint út í gær að þeim fyndist þeir beittir ofbeldi af borgaryfirvöldum og fullyrtu að enginn hafði talað við þá hvað þá haft samráð.“

Kolbrún birtir einnig kort sem sýnir hversu margir á fundinum voru með eða á móti lokunum:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn