fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Lög um styrki til stjórnmálaflokka farið framhjá sumum sveitarfélögum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. desember 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að veita stjórnmálasamtökum fjárframlög. Allur gangur er þó á því hvort þeim lögum sé framfylgt og sum sveitarfélög höfðu ekki einu sinni vitneskju um lögin. Þá hafa fá sveitarfélög sett sér reglur um framlögin, samkvæmt minnisblaði Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag – og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi og Morgunblaðið greinir frá.

Sambandinu er gert að setja viðmiðunarreglur og sveitarfélögunum skylt að veita árleg framlög sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn í sveitastjórn, samkvæmt lagabreytingum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðanda á síðasta ári. Samkvæmt eldri lögum voru sveitarfélög með færri en 500 íbúa undaþegin greiðsluskyldunni.

Samkvæmt minnisblaðinu nýtti SÍS sér ekki lagaheimild til að setja viðmiðunarreglur og leituðu allmörg sveitarfélög ráða um hvernig ætti að standa að þessu.

Samkvæmt könnun frá 2011 greiddu 25 sveitarfélög með fleiri en 500 íbúa framlögin, og eitt með færri íbúa. Af 41 sveitarfélagi það ár, gerðu 16 ekki ráð fyrir að greiða framlögin. Framlögin voru þá mishá, það hæsta 862 krónur per íbúa, það lægsta 43 krónur en meðaltalið var 196 krónur. (243 krónur að núvirði).

Samkvæmt minnisblaðinu er misbrestur á að lögunum sé framfylgt, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, en haft var samband við 15 af þeim sveitarfélögum sem tóku þátt í könnuninni 2011. Sum greiddu aðeins styrki í aðdraganda kosninga, önnur greiða ekki neitt og vissu ekki af lögunum.

Samkvæmt minnisblaðinu er lagt upp að SÍS setji viðmiðunarreglur um framlögin og er lagt til að upphæðin verði 150 krónur fyrir hvern íbúa með kosningarétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi