fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Brynja skipuð framkvæmdastjóri í stað „dónans“ á Biskupsstofu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. desember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, lögfræðingur, hefur verið sett sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs frá og með 14. nóvember 2019 og til vors 2020.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðkirkjunnar.

Sem kunnugt er var Oddi Einarssyni sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs í byrjun október vegna slæmra samskipta og framkomu í garð kollega. Sagði samskiptastjóri Biskupsstofu af því tilefni að dónaskapur yrði ekki liðinn á vinnustaðnum og kirkjan hefði enga þolinmæði fyrir slíkri hegðun.

Oddur verður samt á fullum launum í þrjá mánuði, með 1.2 milljónir á mánuði, en fær síðan 950 þúsund á mánuði út samningstíma sinn, þar til 30. júní 2021.

Rúmt ár á Biskupsstofu

Brynja lauk BA-námi frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2009 og meistaranámi vorið 2011. Þá hefur hún lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu.

Brynja hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu og að undanförnu einnig sem jafnréttisfulltrúi.

Brynja hefur starfað á Biskupsstofu í rúmt ár. Í lok sumars 2018 var hún ráðin til Biskupsstofu sem persónuverndarfulltrúi en vorið 2019 tók hún jafnframt að sér hlutverk jafnréttisfulltrúa. Þá hefur hún samhliða sinnt öðrum tilfallandi verkefnum, s.s. á sviði lögfræði, við samningagerð og á sviði vinnuverndar.

Brynja hefur sinnt margvíslegum störfum frá útskrift úr lagadeild, bæði hjá hinu opinbera en einnig í einkageiranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki