Þriðjudagur 21.janúar 2020
Eyjan

2019 – besta ár sögunnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. desember 2019 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2019 er besta ár í sögu mannkyns. Ef maður mætti velja sér tíma til að vera uppi á væri þetta líklega tíminn sem yrði fyrir valinu hjá flestum. Þetta skrifar dálkahöfundurinn Nicholas Kristof í New York Times. Kristof gerir ekki lítið úr loftslagsbreytingum og átökum víða um heim en bendir á staðreyndir sem eru sláandi.

Það hafa orðið geysilegar framfarir – og það er allt í lagi að hugleiða þær eitt stundarbil. 2019 er miklu ólíklegra en áður að börn deyji, að fullorðið fólk verði fyrir barðinu á skelfilegum sjúkdómum og að fólk um víða veröld sé ólæst.

Kristof nefnir til dæmis að 1950 hafi 27 prósent mannkyns dáið fyrir fimmtán ára aldur, nú séu það fjögur prósent.

1982 hafi 42 prósent mannkyns lifað við sára fátækt. Nú sé hlutfallið komið minna en 10 prósent. Síðasta áratug hefði á hverjum degi mátt birta svohljóðandi fyrirsögn í fjölmiðlum: „170 þúsund manns lyftu sér úr sárri fátækt í gær.“

Ólæsi er líka á hröðu undanhaldi, eins og sjá má í grein Kristofs, sérstaklega hafa orðið framfarir í menntun kvenna. Hlutfall jarðarbúa sem kunna að lesa nálgast nú 90 prósent.

Við jarðarbúum blasa ótal vandamál og sum torleysanleg – en við skulum átta okkur að þrátt fyrir mikinn barlóm höfum við stefnt í átt til betri heims á flestum sviðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sósíalistaflokkurinn næði fólki inn á þing samkvæmt nýrri könnun

Sósíalistaflokkurinn næði fólki inn á þing samkvæmt nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þá sá hann of alla heima

Þá sá hann of alla heima
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ætti Sigurður Ingi ekki að segja af sér sem formaður?“

„Ætti Sigurður Ingi ekki að segja af sér sem formaður?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar