fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

2019 – besta ár sögunnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. desember 2019 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2019 er besta ár í sögu mannkyns. Ef maður mætti velja sér tíma til að vera uppi á væri þetta líklega tíminn sem yrði fyrir valinu hjá flestum. Þetta skrifar dálkahöfundurinn Nicholas Kristof í New York Times. Kristof gerir ekki lítið úr loftslagsbreytingum og átökum víða um heim en bendir á staðreyndir sem eru sláandi.

Það hafa orðið geysilegar framfarir – og það er allt í lagi að hugleiða þær eitt stundarbil. 2019 er miklu ólíklegra en áður að börn deyji, að fullorðið fólk verði fyrir barðinu á skelfilegum sjúkdómum og að fólk um víða veröld sé ólæst.

Kristof nefnir til dæmis að 1950 hafi 27 prósent mannkyns dáið fyrir fimmtán ára aldur, nú séu það fjögur prósent.

1982 hafi 42 prósent mannkyns lifað við sára fátækt. Nú sé hlutfallið komið minna en 10 prósent. Síðasta áratug hefði á hverjum degi mátt birta svohljóðandi fyrirsögn í fjölmiðlum: „170 þúsund manns lyftu sér úr sárri fátækt í gær.“

Ólæsi er líka á hröðu undanhaldi, eins og sjá má í grein Kristofs, sérstaklega hafa orðið framfarir í menntun kvenna. Hlutfall jarðarbúa sem kunna að lesa nálgast nú 90 prósent.

Við jarðarbúum blasa ótal vandamál og sum torleysanleg – en við skulum átta okkur að þrátt fyrir mikinn barlóm höfum við stefnt í átt til betri heims á flestum sviðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf