fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Stefán svarar leiðara Morgunblaðsins um ójöfnuð – „ Stormur í vatnsglasi – breytir litlu sem engu um megin niðurstöður“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 18:00

Stefán Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðara Morgunblaðsins í gær var minnst á úttekt The Economist sem benti til þess að fullyrðingar manna um að ójöfnuður væri að aukast í heiminum, væru byggðar á röngum útreikningum vegna galla í rannsóknum.

Stefán Ólafsson, félagsvísindaprófessor við HÍ hefur lengi skrifað um jöfnuð. Hann gefur lítið fyrir úttekt The Economist og útleggingar Morgunblaðsins af þeim, á Eyjublogginu.

„Því er sérstaklega slegið fram að niðurstöður Thomasar Piketty og samstarfsmanna hans um aukningu ójafnaðar í nútímasamfélögum séu ýktar og jafnvel ýjað að því að þær standist ekki. Tímaritið bætir að vísu við fyrirvara um að raddir gagnrýnenda Pikettys og félaga séu ekki endilega réttar.

Hér uppi á Íslandi tók Morgunblaðið kipp og birti grein og svo leiðara um að nú stæði ekki lengur steinn yfir steini í niðurstöðum Pikettys og félaga og reifaði einnig þá skoðun að ójöfnuður gæti verið mjög gagnlegur í samfélaginu. Mest er þetta þó stormur í vatnsglasi. Sú umræða um álitamál í mælingum sem Economist segir frá er hvorki ný né heldur hefur hún velt neinum björgum í niðurstöðum rannsókna á ójöfnuði tekna og eigna. Allar megin niðurstöður Piketty og félaga standa lítt haggaðar,“

segir Stefán.

Breyti litlu um megin niðurstöður

„Flest af því sem nefnt hefur verið sem gagnrýni á niðurstöður Pikettys og félaga og annarra aðila á sviði ójafnaðarrannsókna hefur verið til umfjöllunar og breytir litlu sem engu um megin niðurstöður. Þeir sem una því illa að almenningur í vestrænum löndum amist við vaxandi ójöfnuði þurfa að bíða þess að raunveruleg þróun tekjuójafnaðar snúist við áður en að þeim verður að ósk sinni um að ójöfnuður verði tekinn af dagskrá stjórnmálanna.

Ritstjórar Economist virðast átta sig á þessu, því undir lok greinar sinnar segja þeir, að jafnvel þó ójöfnuður hafi aukist eitthvað minna en Piketty og félagar segja, þá sé bilið milli ríkra og fátækra „óþægilega“ mikið og margt sé vissulega að í kapítalisma samtímans sem taka þurfi á. Já, það hvessti aðeins í vatnsglasinu í síðustu viku, en engin alvöru viðvörun var þó gefin út! Allir haldi því ró sinni og yfirvegun á aðventunni.“

segir Stefán.

Nánar má lesa um tæknileg atriði málsins hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki