Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Ungversku flóttamennirnir og Gunnlaugur Þórðarson – í vörubílnum hjá Stebba Ungverja

Egill Helgason
Föstudaginn 20. desember 2019 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í jólablaði Eyjafrétta er að finna merkilega grein eftir Helga Bernódusson, fyrrverandi skrifstofustjóra Alþingis. Þar rekur Helgi söguna af ungversku flóttafólki sem kom til Íslands eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 – Sovétmenn brutu hana niður með hörku og mikill fjöldi Ungverja lagði á flótta.

Helgi minnist hins stóra hlutverk sem Gunnlaugur Þórðarsson lögmaður átti í að koma Ungverjunum hingað. Gunnlaugur var mikill merkismaður, eldsál, ofurhugi, ógleymanlegur öllum sem kynntust honum. Ég kynntist honum á sérkennilegan hátt, hann hafði þann sið að bjóða fólki far í bíl sínum, til dæmis ef það var að bíða eftir strætó. Þannig lenti ég í mjög áhugaverðum bílferðum með Gunnlaugi.

Gunnlaugur fór sjálfur til Vínarborgar og sótti flóttamennina sem hingað komu, 52 talsins.

En það voru ekki allir sem fögnuðu flóttafólkinu, ekki ólíkt því sem nú er. Helgi skrifar um viðhorf sem birtust gagnvart því, meðal annars í Þjóðviljanum:

„Margir í kórnum sýndu um árabil ótrúlega tortryggni þessum flóttamönnum sem hraktir og hræddir komu til Íslands frá Ungverjalandi 1956. Málgagn þeirra, Þjóðviljinn, segir lesendum sínum þegar í mars 1957 frá sjónarmiðum manna sem mark má taka á og birtust í „stórblöðum“ vestan hafs. Þar kemur fram að tæpur helmingur ungversku flóttamannanna sé „glæpalýður og ævintýramenn“. Þessar trúverðugu frásagnir réttlæti því þá skoðun sem látin var í ljós við komu ungversku flóttamannanna til Íslands 1956 að „hætt væri við því að misjafn sauður væri í mörgu fé“. Slík var hin pólitíska blinda, og orðræðan minnir óþægilega á öfgasjónarmið í samtímanum gagnvart flóttamönnum.“

Grein Helga snertir mig dálítið persónulega. Helgi er Vestmannaeyingur og fjallar sérstaklega um Ungverjana sem fóru til Vestmannaeyja. Einn þeirra sem hann nefnir er  maður sem hét Juhasz Istvan en tók íslenska nafnið Stefán Jóhannsson. Almennt gekk hann undir nafninu Stebbi Ungverji og lifði frá 1935 til 2004. Þegar ég var strákur að vinna í Vestmannaeyjum bjó ég í Suðurgarði, en Stebbi bjó þar skammt frá í Norðurgarði. Árla hvern morgun fékk ég far með vörubílnum hans Stebba niður í bæ – í Fiskiðjuna þar sem við störfuðum báðir.

Stebbi var mjög almennilegur en ekkert sérlega margorður. Ég les eftirfarandi í grein Helga.

„Juhasz Istvan, Stefán Jóhannsson, Stebbi Ungverji (1935-2004). Hann var hermaður 1956 þegar hann slóst í för með Horváth- og Duzsik-fjölskyldunum og flúði frá Norðaustur-Ungverjalandi til Vínarborgar og áfram til Íslands og loks Vestmannaeyja. Hann bjó fyrst á Hásteinsvegi 7 en fluttist fljótlega þaðan með konuefni sínu, Kristínu Þórðardóttur frá Grundarfirði. Þau eignuðust sjö börn og bjuggu lengst af í Norðurgarði. Stebbi var einstaklega duglegur og fjölhæfur maður, vann lengst í Fiskiðjunni. Hann varð Vestmanneyingur til æviloka, sá eini flóttamannanna í Eyjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann