fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

„Ég fagna því að háskólasamfélagið sé komið á sömu skoðun og við“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. desember 2019 10:30

Björn Snæbjörnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjafjörður er ekki láglaunasvæði. Þetta er niðurstaða könnunar sem Gallaup framkvæmdi fyrir Einingu- Iðju og AFL Starfsgreinafélag og greint er frá í tilkynningu.

Síðustu níu ár hefur Eining-Iðja í samstarfi við AFL Starfsgreinafélag fengið Gallup til að framkvæma viðamikla viðhorfs- og kjarakönnun á meðal félagsmanna sinna. Þessar kannanir eru sambærilegar könnunum sem nokkur önnur félög innan verkalýðshreyfingarinnar hafa látið gera, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu, og sýna niðurstöður undanfarinnar ára að Eyjafjörður er ekki láglaunasvæði.

Í Fréttablaðinu í gær er fjallað um rannsókn Rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á haustfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nýverið.

Þar kom m.a. fram að samkvæmt nánast öllum efnahagslegum mælikvörðum er gott ástand í öðru stærsta hagkerfi landsins sem Eyjafjarðarsvæðið og Þingeyjarsýslurnar eru og hefur svæðið þróast í jákvæða átt á flestum sviðum síðustu ár.

Haft var eftir Jóni Þorvaldi að rannsóknin staðfesti það sem fram hafi komið í rannsókn árið 2014 að Eyjafjörður sé ekki láglaunasvæði og að heimili og fyrirtæki búi við góða fjárhagsstöðu.

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að þessu ummæli Jóns komi sér ekki á óvart því niðurstöður undanfarinnar ára í Gallup könnunum félagsins sýna að Eyjafjörður er ekki láglaunasvæði.

„Ég fagna því að háskólasamfélagið sé komið á sömu skoðun og við því oft höfum við reynt að halda þessu fram fyrir daufum eyrum þar til nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn