fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Eyjan

Hörður sendir seðlabankastjóra pillu: „Þetta var skrýtin uppákoma“ – Óboðleg svör

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. desember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var skrýtin uppákoma. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda vöxtum óbreyttum kom hvorki fjárfestum né greinendum á óvart. Óhætt er hins vegar að segja að málflutningur seðla- og aðstoðarseðlabankastjóra á kynningarfundinum hafi valdið miklum vonbrigðum.“

Þetta segir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann málflutning Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannvegar Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra eftir stýrivaxtaákvörðun bankans í vikunni. Eins og kunnugt var ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum og kom sú ákvörðun ekki mikið á óvart eftir lækkanir á stýrirvöxtum undanfarna mánuði.

Harkaleg viðbrögð fjárfesta

Hörður segir að svör þeirra Ásgeirs og Rannvegar, þegar þeim var fyrir að fara, hafi verið annað hvort óskýr eða óboðleg við slíkar aðstæður og til þess fallin að draga úr trúverðugleika peningastefnunnar.

„Viðbrögð fjárfesta voru harkaleg. Gengi hlutabréfa féll verulega í kjölfarið og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa snarhækkaði. Í stað þess að bjóða upp á trúverðuga leiðsögn fram á við, sem hefði getað falist í skýrum skilaboðum um að bankinn væri reiðubúinn að lækka vexti enn frekar ef efnahagshorfur færu versnandi, er óvissan um næstu skref peningastefnunefndar nú meiri en áður. Seðlabankastjóri segist ekki vilja taka þá áhættu að örva hagkerfið of mikið að svo stöddu.“

Hörður segir að þessi afstaða kunni að koma sumum spánskt fyrir sjónir. Þannig hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman um 20 prósent á árinu og hrein ný útlán fjármálastofnana skroppið saman um nærri þriðjung. Fátt gefi til kynna að það muni breytast í bráð.

„Fyrir liggur að Arion er að draga stórlega saman seglin í fyrirtækjaútlánum, viðskiptabankarnir eru almennt að hækka vaxtaálögur á sína viðskiptavini og þá mun sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur bankanna hækka að óbreyttu á nýju ári. Það sætir því furðu að í þessari efnahagslægð, sem kann að dýpka og birtist okkur í fækkun starfa og ört vaxandi atvinnuleysi, fái hagkerfið ekki að njóta vafans hjá peningamálayfirvöldum. Það fylgir því mun meiri áhætta að gera of lítið heldur en of mikið.“

„Mistekist hrapallega“

Hörður er þeirrar skoðunar að vandinn sé sá, sem Seðlabankinn skeytir lítið um, að vaxtalækkanirnar eru ekki að miðlast út í hagkerfið.

„Vandinn er sá, sem Seðlabankinn skeytir lítið um, að vaxtalækkanirnar eru ekki að miðlast út í hagkerfið. Á meðan meginvextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor hafa vextir á lengstu flokkum ríkisskuldabréfa, verðtryggðum og óverðtryggðum, aðeins lækkað um 0,1 til 0,3 prósentur. Að undanförnu hafa raunvextir á markaði hækkað talsvert sem þýðir að búast má við hækkandi vöxtum á íbúðalánum, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, og hið sama gildir um vaxtakjör fyrirtækja á skuldabréfamarkaði. Ef fram heldur sem horfir er þetta sú staða sem er að teiknast upp og mun gera okkur enn erfiðara um vik að snúa við hjólum efnahagslífsins.“

Hörður spyr síðan hvort eðlilegt sé að langtímavextir á Íslandi, sem nú eru um fjögur prósent, séu margfalt hærri en hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og til dæmis NýjaSjálandi eða Ástralíu.

„Tæplega. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, sem grundvallast á litlum ríkisskuldum, jákvæðri eignastöðu við útlönd og 800 milljarða gjaldeyrisforða, eru allar forsendur fyrir því að langtímavextir hér á landi lækki verulega á komandi árum. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni erum við í þeirri stöðu að geta beitt vaxtatækinu, án þess að þurfa að óttast gengisfall og í kjölfarið verðbólguskot, til að örva hagkerfið í niðursveiflu með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila. Eigi ávinningur vaxtalækkana að skila sér út í hagkerfið þurfa þær hins vegar að haldast í hendur við skýr og trúverðug skilaboð um stefnu Seðlabankans. Þar hefur bankanum því miður mistekist hrapallega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður kallar Sólveigu „skaðvald“ – „Frekleg og ítrekuð afskipti“

Hörður kallar Sólveigu „skaðvald“ – „Frekleg og ítrekuð afskipti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Ung VG: „Ég er vonsvikin með mitt fólk í dag“

Formaður Ung VG: „Ég er vonsvikin með mitt fólk í dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún segir að Dóra hati Eyþór – „Maður gapti bara og henni var leyft að bulla áfram“

Kolbrún segir að Dóra hati Eyþór – „Maður gapti bara og henni var leyft að bulla áfram“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar