fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. desember 2019 10:53

Eiríkur Steingrímsson. Mynd-©Kristinn Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn formaður stjórnar European Molecular Biology Laboratory (EMBL), samevrópskrar stofnunar á sviði sameindalíffræði. Hann er fyrstur Íslendinga til þess að gegna því embætti.

Aðild að EMBL eiga 27 Evrópulönd en markmið stofnunarinnar er m.a. að vinna að framgangi rannsókna í sameindalíffræði í álfunni, þróun nýrrar tækni í greininni, þjálfun ungra vísindamanna og uppbyggingu gagnabanka sem nýtast öllum aðildarlöndum. Stofnunin rekur sex rannsóknastöðvar í Evrópu og Ísland hefur átt aðild að henni frá árinu 2005.

Stjórn EMBL markar stefnu fyrir stofnunina í vísindum, tækni og stjórnsýslulegum efnum og á hvert aðildarland einn fulltrúa í henni. Eiríkur hefur setið í stjórn EMBL fyrir hönd Íslands undanfarin ár, þar af sem varaformaður frá árinu 2016, en formannstíð hans hjá hefst þann 1. janúar 2020. „Komandi ár verður í sannarlega spennandi og mikil áskorun fyrir stjórnina. Við erum að undirbúa metnaðarfulla fimm ára stefnumörkun sem ýtt verður úr vör árið 2021 og það er sannur heiður að hafa verið kjörinn formaður stjórnar EMBL á þessum merku tímamótum í sögu stofnunarinnar,“ segir Eiríkur.

Eiríkur lauk doktorsprófi frá University of California, Los Angeles (UCLA) árið 1992 og starfaði sem nýdoktor við National Cancer Institute í Frederick, Maryland í Bandaríkjunum þar til hann var ráðinn sem rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands árið 1997.

Eiríkur hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi frumna er stjórnað, með sérstaka áherslu a stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum. Hann stýrir nú rannsóknarhópi við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og hefur átt í virku samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknahópa. Rannsóknir hans hafa meðal annars hlotið öndvegisstyrk frá Rannís, stærsta rannsóknasjóði Íslands. Eiríkur hefur enn fremur stofnað sprotafyrirtækið Akthelia ásamt samstarfsfólki. Það vinnur að þróun lyfja sem örva framleiðslu bakteríudrepandi peptíða í yfirborðsfrumum líkamans og koma þannig í veg fyrir sýkingar.

Auk starfa innan EMBL er Eiríkur varaformaður stjórnar European Molecular Biology Conference, EMBC, og þá er hann einnig félagi í EMBO, akademíu evrópskra sameindalíffræðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun