fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Leiðbeiningar um göngulag í hálku

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. desember 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er einkennilega skæð hálkan sem hefur verið undanfarna daga. Kemur og fer svo maður tekur varla eftir því. Maður kemur heldur ekki alltaf auga á hana. Ég fór út í göngutúr á fimmtudagskvöldið og þá var fljúgandi hálka. Svo var eins og hlýnaði aðeins og hálkan hvarf að mestu um sinn. Það var næstum hálkulaust þegar ég kom heim rúmum klukkutíma síðar.

En þetta er flughálka, gler, líkt og hjúpur sem leggst yfir allt. Bílastæðið hjá mér sem er lagt möl var líka flughált. Maður heyrir af fólki sem hefur brotið bein, tognað eða slitið liðbönd. Og kannski gæti maður þusað yfir því að því er líkast að borgaryfirvöld hugsi meira um bílstjóra en gangandi vegfarendur (það er reyndar ekki nýtt) – manni sýnist að götur séu saltaðar og sandaðar meðan slíkt gerist miklu síðar á gangstéttum.

Veðrið hefur samt verið indælt. Stillur og hiti kringum frostmark. Í svona tíðarfari er ágætt að búa í Miðborginni. Hér eru nefnilega víða hitaðar gangstéttir og maður getur gengið Laugaveginn og Austurstrætið og hluta af Hverfisgötunni alveg hálkufrítt, þótt í hliðargötunum sé hrikalega hált.

Nú á að vera hlýtt næstu dagana. Ætti að vera nokkuð hálkulaust fram á fimmtudag. En svo er að muna göngulagið sem hentar í hálku. Í raun ber maður sig að eins og mörgæs. Tekur stutt skref. Með hendur aðeins út í loftið til að halda betur jafnvægi. Halla sér fram, svo maður detti þá framfyrir sig þegar fallið kemur fremur en sé líkt og fótunum sé kippt undan manni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki