fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Eldri leikskólakennarar sárir eftir nýfallinn dóm: „Eru þetta þakkirnar eftir 38 ára starf?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 21:47

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsdómur felldi í gær úrskurð í svokölluðu „jafngildingarmáli“ Kennarasambands Íslands, vegna Félags grunnskólakennara, gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úrskurður Félagsdóms er á þá leið að Samband íslenskra sveitarfélaga er sýknað af kröfu KÍ um að viðurkennt verði að kennarar með eldri leyfisbréf fái hækkanir til jafns við þá sem hafa leyfisbréf til kennslu á grundvelli meistaranáms.

Þetta þýðir að kennarar sem hafa leyfisbréf fyrir þann tíma þegar kennaranám var á meistarastigi fá ekki sömu launahækkanir og þeir sem eru með meisataragráðu. Þetta er sérstaklega algengt á meðal eldri leikskólakennara og mörgum þeirra finnst að sér vegið. Einn kennari sem DV ræddi við sagði að þarna væri á ferðinni ofmat á langskólamenntun og reynsla væri lítils metin.

Jafngildingarákvæðið er að finna í núgildandi kjarasamningi Félags gunnskólakennara og Sambandands íslenskra sveitgarfélaga, sem og kjarasamningi Félags leikskólakennara og sambandsins. Þar segir meðal annars: „Miða skal við að kennarapróf, sem lögum samkvæmt veita kennurum sömu starfsréttindi, séu jafngild til launa án tillits til þess, á hvaða tíma þau hafa verið tekin.“

Fyrir rúmu ári, í október 2018, gerði stjórn Félag gunnskólakennara kröfu um að kennarar fengju sömu laun óháð aldri kennsluréttinda í krafti jafngildingarákvæðisins. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði þessari kröfu á þeim forsendum að sameiginlegur skilningur hefði verið ríkjandi um að jafngildingin um meistaranámið hefði í raun fallið úr gildi og ekki komið til framkvæmda eftir að fyrstu kennararnir útskrifuðust með meistaragráðu árið 2014.

Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að með samþykki nýrrar greinar 1.3.2.1 um persónuálag vegna viðbótarmenntunar, sem kom inn í gildandi kjarasamning aðila 2018, hefði félagið samþykkt tiltekið frávik frá jafngildisákvæðinu sem félagið byggði kröfu sína á.

Eldri leikskólakennarar mjög óánægðir

„Eru þetta þakkirnar eftir 38 ára starf?“ spyr reynslumikill leikskólakennari eftir að dómurinn féll og annar segir í samtali við DV:

„Þarna er vegið að leikskólakennurum sem hafa unnið og fórnað sér til margra ára og ekki haft tækifæri eða löngun til að bæta við sig námi. En við viljum vera metin að verðleikum fyrir okkar starfsreynslu og að hafa lokið því hámarksnámi sem í boði var á sínum tíma.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi