fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Reykjavík eins og hún var í alvörunni

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. desember 2019 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður stendur frammi fyrir því að allt í einu líta myndir sem eru teknar á æskuárum manns eins og þær séu úr grárri forneskju. Jæja, það er kannski ekki svo slæmt, en þær virka býsna fornar. Manni líður eins og maður hafi verið til í gamla daga.

Og svo er náttúrlega hitt, það er svo lítið af myndum frá þessum tíma. Kannski leynist mynd og mynd í einhverri hirslu en það eru stórar eyður – eiginlega engar myndir af mér, vinum mínum og fjölskyldu á löngum tímabilum. Til dæmis ekki neinar myndir frá skemmtanalífinu sem gat þó verið ansi fjörugt.

Núorðið spyr maður: Hvað ætlar fólk að gera með allar myndirnar sem það tekur á símana sína? Hafi heimurinn verið vanmyndaður á þeim tíma, þá er hann ofmyndaður núna. Og svo er hitt – fólst ekki visst frjálsræði í því að ekki var alltaf verið að taka myndir? Ég man eftir aðstæðum þar sem er gott að enginn var með myndavél á lofti.

En hér eru tvær ljósmyndir sem ég rakst á frá Reykjavík ungdómsára minna. Ég var reyndar kominn yfir tvítugt þegar þetta var, myndirnar birtast á vefnum Lemúrnum, þær eru eftir bandarískan hermann, Robert L. Goodman, segir að þær séu teknar 1983 og 1984. Myndirnar sýna hversdagsleika, það er eiginlega kosturinn við þær, þetta er Ísland eins og það var í alvörunni fyrir 35 árum, ekki fegruð mynd fyrir túrista.

Myndin að ofan sýnir mannlíf í Austurstræti fyrir jólin 1984. Það er rigningarsuddi og þetta er frekar dauflegt á að líta. Þetta er samt tveimur árum áður en Kringlan opnaði og mikill hluti verslunarinnar var ennþá niðri í bæ. En það var ekki um auðugan garð að gresja varðandi veitingahús. Veitingahúsið Óðal er samt á sínum stað, stundum kallað Sóðal, þar var opið á fimmtudagskvöldum, ekki bara föstudag og laugardag, en ég man varla eftir verslanamiðstöðinni Torginu sem glittir í aftarlega á myndinni. Það hafa verið leifar af verslunarhúsi SÍS sem þarna var.

Svo er það myndin hér að ofan sem sannarlega vekur upp minningar. Þetta er ekkert sérlega glæsilegt á að líta. Þarna eru tveir skyndibitastaðir sem voru í Tryggvagötunni, þar sem Hafnartorg er nú. Þeir þóttu fullboðlegir á sínum tíma. Annars vegar er Svarta pannan, það var hamborgarastaður, og hins vegar er Southern Fried Chicken, en það var fyrsti staðurinn þar sem Íslendingar gátu farið og keypt kjúklingabita í fötur og farið með heim, löðrandi í fitu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilja vita hvert milljarðar borgarbúa fóru

Vilja vita hvert milljarðar borgarbúa fóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu