fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin bókin Halldór Ásgrímsson – ævisaga, veglegt rit upp á um 600 blaðsíður eftir Guðjón Friðriksson. Halldór var formaður Framsóknarflokksins, sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra.

Andlát Halldórs Ásgrímssonar var óvænt þó að hann hafi glímt við heilsubrest síðustu árin. Halldór lést föstudaginn 15. maí árið 2015 en þá voru hann og eiginkona hans, Sigurjóna Sigurðardóttir, stödd í sumarbústað við Álftavatn. Um atvikið segir svo í bókinni:

„Halldór hafði skroppið á Selfoss og var nýkominn til baka ásamt eldri bróður Sigurjónu. Einnig var systir hans stödd í bústaðnum og yngri bróðir í nærliggjandi bústað. Systkinin og makar þeirra ætluðu að eyða kvöldinu saman. Hann ákvað að leggja sig en á meðan fór Sigurjóna í sturtu. Þar var hún þegar hún heyrði dynk. Halldór hafði verið kominn fram úr en fengið hjartaáfall, dottið fram fyrir sig á gólfið og var meðvitundarlaus. Sigurjóna segir:

„Við hringdum þegar í Neyðarlínuna og vorum síðan í beinu sambandi við hana og okkur leiðbeint hvernig við ættum að hnoða til að koma í hann lífi. Þegar sjúkrabíllinn kom tókst í smástund að lífga Halldór við en þyrla kom í Þrastarlund til að sækja hann. Hann vaknaði þó ekki aftur og lést tveimur dögum síðar.“

Útför Halldórs fór fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 28. maí 2015 að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng. Meðal kistubera Halldórs voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, og Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, helsti samstarfsmaður Halldórs í gegnum þrjár ríkisstjórnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði