fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Eyjan

Enn fækkar í þjóðkirkjunni – Fjölgar mest hjá Siðmennt

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 14:30

Hallgrímskirkja. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 1.518 manns frá 1. desember á síðasta ári.  Nú eru 231.154 einstaklingar skráðir í  Þjóðkirkjuna samkvæmt Þjóðskrá.

Á sama tímabili fjölgaði í Siðmennt um 655 manns eða um 23,3%. Aukning var einnig í kaþólsku kirkjunni um 620 manns sem er fjölgun um 4,4%.

Fækkun hefur orðið í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum. Mest hlutfallsleg fækkun var í zuism eða um 23%.

Alls voru 26.023 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. desember sl. og fjölgaði þeim um 1.260 frá 1. desember sl. eða um 5,1%.  Alls eru 7,2% landsmanna utan trú- og lífsskoðunarfélaga.

Alls eru 52.060 einstaklingar sem eru búsettir hér á landi með ótilgreinda skráningu og hefur þeim fjölgað um 5.748 frá 1. desember 2018 eða um 12,4%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. desember sl.  og samanburð við tölur frá 1. desember 2017 og 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu