fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989

Egill Helgason
Laugardaginn 9. nóvember 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt uppáhaldsaugnablik mitt í sögu 20. aldar gerðist fyrir 30 árum – og varð til þess að Berlínarmúrinn féll eiginlega svipstundis. En það var ekki á planinu hjá stjórnvöldum í ríkinu sem þá hét Þýska alþýðulýðveldið, DDR, oftast kallað Austur-Þýskaland.

Það höfðu verið fjöldamótmæli í þessu lokaða og vænisjúka ríki misserið áður. Gamli stalínistinn Erich Honecker hafði dregið sig í hlé eftir langa valdatíð. Það voru komin göt í járntjaldið í Ungverjalandi og þar tókst borgurum í kommúnistaríkjum að komast út. Ástandið var reyndar svo skrítið að í sumum kommúnistalöndum var fylgt meiri harðlínu á þessum tíma en í sjálfum Sovétríkjunum þar sem Gorbatsjov var við völd.

9. nóvember 1989 var haldinn fundur með blaðamönnum sem fylgdust glöggt með þróun mála. Á fundinum letraði Günther Schabowski nafn sitt í söguna. Schabowski átti sæti í Politbüro, og hafði tekið þátt í að þrýsta Honecker út – leiðtogi flokks og lands var þá Egon Krenz.

Schabowski var gerður að eins konar blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar og hélt reglulega fundi með blaðamönnum þar sem voru tilkynntar ýmiss konar breytingar. En á þessum tiltekna fundi var Schabowski með í höndunum skjal sem Krenz hafði rétt honum stuttu áður. Þar innihélt nýjar reglur um ferðir DDR-borgara til útlanda. Þar var verulega slakað á hinum hörðu reglum sem höfðu verið í gildi áður.

Krenz hafði kynnt nýju reglurnar fyrir Politbüro fyrr um daginn, en Schabowski hafði ekki verið viðstaddur. Ekki hafði staðið til að kynna nýju reglurnar fyrr en daginn eftir, og þá með yfirveguðum hætti og alls kyns fyrirvörum, en Schabowski tók upp á að lesa það fyrir hinn mikla fjölda fréttamanna.

Hængurinn var sá að Schabowski vissi í raun ekki hvað stóð í plagginu eða hver voru áform stjórnarinnar. Einn fréttamaðurinn spurði hann hvenær reglurnar tækju gildi, og þá kom hið sögulega svar Schabowskis, eiginlega alveg óvart:

“Das tritt nach meiner Kenntnis … ist das sofort … unverzüglich.“ Að því ég best veit núna, tafarlaust.”

Á þessu andartaki féll Múrinn í raun og veru. Það var komið kvöld. Svar Schabowskis var sýnt í fréttatímum Vestur-Þýskra sjónvarpsstöðva. Íbúar DDR horfðu líka á vestur-þýskt sjónvarp, fréttirnar bárust út eins og eldur í sinu. Fólk þusti að landamærastöðvum við Múrinn og þrýstu sér í gegn. Landamæraverðir sem áður höfðu verið svo strangir og ekki hikað við að beita ítrasta ofbeldi vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir höfðu ekki fengið nein fyrirmæli. Loks gátu þeir ekki annað en opnað hliðið og fólkið þyrptist inn í Vestur-Berlín.

Þýska alþýðulýðveldið hafði verið að hrynja innanfrá í nokkurn tíma – og á þessum tímapunkti var líklega orðið óhjákvæmilegt að Múrinn félli. En þessi atburðarás flýtti því og Günther Schabowski fékk sinn skringilega stað í mannkynssögunni.

Schabowski dó í Berlín 2015, 86 ára að aldri. Hann var líklega aldrei sérlega sannfærður kommúnisti, heldur frekar tækifærissinni. Eftir fall Múrsins varð hann mjög gagnýninn á alþýðulýðveldið fallna og studdi meira að segja flokk Kristilegra demókrata. 1995 var hann, ásamt nokkrum fyrri leiðtogum DDR, ákærður fyrir morð á fólki sem reyndi að flýja landið. Schabowski játaði sekt sína, var dæmdur í þriggja ára fangelsi, en var látinn laus eftir árs fangelsisvist.

Í dag eru þrjátíu ár síðan Múrinn féll. Það voru gleðidagar þegar kommúnisminn hrundi í Austur-Evrópu. En gleðin og bjartsýnin entist því miður ekki lengi og nú er skelfilegt að horfa upp á framrás fasískra afla í Austur-Þýskalandi og Austur-Evrópu.

Hér má sjá hinn fréttamannafundinn þar sem Schabowski gerði hina heimssögulegu skyssu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki