fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Katrín: „Við verðum að auka efnahagslega fjölbreytni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjallaði um íslenskan sjávarútveg í samhengi við íslenskt samfélag og íslenska sjálfsmynd í ávarpi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni. Hún rifjaði upp sögu sjávarútvegs hér á landi og þær miklu framfarir sem hafa orðið, ekki síst á undanförnum árum með tilkomu hátæknilausna í greininni.

Samhliða tækniþróun síðustu aldar áttu sér líka stað framfarir í öryggismálum og forsætisráðherra beindi sjónum að þætti slysavarnadeilda um land allt í því samhengi. Hún fjallaði líka um þær áskoranir sem blasa við vegna loftslagsbreytinga, ekki síst súrnun sjávar og breytingar á vistkerfi hafsins.

Meðal annars sagði Katrín:

„Eitt af því sem við höfum lært á undanförnum árum og áratugum er að við verðum að auka efnahagslega fjölbreytni. Við getum ekki eingöngu reitt okkur á náttúruauðlindir. Það gerum við auðvitað ekki nú. Allar þær atvinnugreinar sem reiða sig á náttúruauðlindir hafa um leið sinnt rannsóknum, þróun og nýsköpun með þeim hætti að verðmætasköpun hefur aukist stórkostlega ásamt því að markverður árangur hefur náðst í að draga úr orkunotkun og um leið losun gróðurhúsalofttegunda.“

Að lokum fjallaði forsætisráðherra um þá vinnu sem stendur yfir við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og nýtt ákvæði um þjóðareign á auðlindum sem hlýtur að vera hluti af framtíðarsýn sjávarútvegsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk