fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Eyjan

Play reynir að afla 12 milljóna evra í aukið hlutafé

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 07:59

Flugfélagið Play var kynnt til sögunnar í gær. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk verðbréf (ÍV) funda þessa dagana með ýmsun innlendum fjárfestum til að reyna að afla flugfélaginu Play, sem var kynnt til sögunnar í gær, um 12 milljóna evra í aukið hlutafé. ÍV halda utan um fjármögnun hins nýstofnaða flugfélags.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhanni M. Ólafssyni framkvæmdastjóra ÍV að búið sé að tryggja grunnfjármögnun Play að uppfylltum ákveðnum fyrirvörum og skilyrðum. Hann vildi ekki segja hver heildarupphæð fjármögnunarinnar er en sagði um blöndu af lánsfé og hlutafé að ræða.

„Play hefur gert samning við Íslensk verðbréf um að halda utan um fjármögnun á félaginu frá innlendum og erlendum aðilum. Íslensk verðbréf tóku þetta verkefni að sér því við teljum þetta mjög vel útfærðan og áhugaverðan fjárfestingarkost og fundum strax fyrir miklum áhuga. Eins og kom fram í kynningunni telja stjórnendur Play mjög mikilvægt að félagið hefji rekstur með sterka lausafjárstöðu. Íslensk verðbréf munu áfram vinna með aðilum að bæta við fjármögnunina svo að félagið hafi enn sterkari lausafjárstöðu frá upphafi“

Er haft eftir Jóhanni.

Markaðurinn segist hafa heimildir fyrir að stærsti hluti fjármögnunarinnar, um 40 milljónir evra, sé í formi lánsfjár með breytirétti í hlutafé frá breskum fjárfestingarsjóði.

Ekki er vonast eftir peningum frá íslensku lífeyrissjóðunum inn í nýja félagið heldur er horft til fjárfestingarsjóða og einkafjárfesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af