Sunnudagur 08.desember 2019
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir skuldaaukningu hjá borginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarmeirihlutinn hefur kynnt níu mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar sem afgreitt var í borgarráði í dag. A-hluti borgarinnar skilar þar jákvæðri afkomu upp á 5,2 milljarða.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur gert bókun við uppgjörið og gagnrýnir þar mjög aukningu skulda. Benda Sjálfstæðismenn á að skuldbindingar hækki um rúma 2,5 milljarða á mánuði:

„Heildarskuldir og skuldbindingar borgarinnar á síðustu 9 mánuðum fara úr því að vera 324 milljarðar króna í 348 milljarða. Þetta þýðir hækkun upp á 24 milljarða eða ríflega 2,5 milljarðar á mánuði. Á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni hafa heildarskuldir því hækkað um 750 þúsund krónur á aðeins 9 mánuðum. Það verður vandséð að þessi skuldaþróun sé dæmi um „ábyrga fjármálastjórn“ eins og fulltrúum Viðreisnar er svo tíðrætt um. Vandséð er að þessi útkoma sé í samræmi við yfirlýsingar borgarstjóra um að borgin sé að skila „góðum afgangi“. Þetta sýnir að forsendur samstarfsins eru brostnar þar sem gert var ráð fyrir að skuldir yrðu greiddar niður í Meirihlutasáttmálanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“