fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir skuldaaukningu hjá borginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarmeirihlutinn hefur kynnt níu mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar sem afgreitt var í borgarráði í dag. A-hluti borgarinnar skilar þar jákvæðri afkomu upp á 5,2 milljarða.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur gert bókun við uppgjörið og gagnrýnir þar mjög aukningu skulda. Benda Sjálfstæðismenn á að skuldbindingar hækki um rúma 2,5 milljarða á mánuði:

„Heildarskuldir og skuldbindingar borgarinnar á síðustu 9 mánuðum fara úr því að vera 324 milljarðar króna í 348 milljarða. Þetta þýðir hækkun upp á 24 milljarða eða ríflega 2,5 milljarðar á mánuði. Á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni hafa heildarskuldir því hækkað um 750 þúsund krónur á aðeins 9 mánuðum. Það verður vandséð að þessi skuldaþróun sé dæmi um „ábyrga fjármálastjórn“ eins og fulltrúum Viðreisnar er svo tíðrætt um. Vandséð er að þessi útkoma sé í samræmi við yfirlýsingar borgarstjóra um að borgin sé að skila „góðum afgangi“. Þetta sýnir að forsendur samstarfsins eru brostnar þar sem gert var ráð fyrir að skuldir yrðu greiddar niður í Meirihlutasáttmálanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli