fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Jákvæð afkoma borgarinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 15:06

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. A-hluti borgarinnar skilar 5,2 milljarða jákvæðri afkomu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 5.162 m.kr. Tekjur af sölu byggingarréttar voru nokkuð lægri á tímabilinu en gert var ráð fyrir og gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga hærri sem skilar aðeins minni afgangi en gert var ráð fyrir í rekstri A-hlutans.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var hins vegar jákvæð um 12.243 m.kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 12.132 m.kr.

Rekstrarniðurstaðan er því 111 m.kr. betri en gert var ráð fyrir sem má helst rekja til þess að eignir Félagsbústaða hafa hækkað í verði samkvæmt fasteignamati.

„Uppgjörið sýnir örugga siglingu í fjármálum borgarinnar við vandasamar aðstæður. Það vitnar um sterkan rekstur borgarinnar og samstæðunnar þrátt fyrir að hægt hafi nokkuð á hagkerfinu. Mikilvægt að halda áfram á sömu leið, sýna ábyrgð og aðhald um leið og styrkur borgarinnar er notaður til að halda uppi kröftugu framkvæmda- og fjárfestingarstigi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok september 682 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru tæpar 348 milljarðar króna. Eigið fé var rétt um 334 milljarðar króna en þar af er hlutdeild meðeigenda 18 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49% en var 49,4% um síðustu áramót.

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð sem heldur utan um eignir borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar